Mataræðið gildir alveg sjötíu prósent í þjálfun 28. september 2011 22:00 Garðar Sigvaldason einkaþjálfari. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er glæný nálgun sem byggist á miklu aðhaldi, eftirfylgni og persónulegri þjónustu,“ segir Garðar Sigvaldason einkaþjálfari sem nýverið setti í loftið vefsíðuna matardagbok.is, sem er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er það sem lengi hefur vantað. Það hafa allir lagt mikið upp úr þjálfunarprógrömmunum en minna upp úr mataræðinu,“ heldur hann áfram. „Sem er undarlegt þar sem mataræðið gildir um það bil 70 prósent í þjálfuninni. Það eru allir að leita að hinu fullkomna æfingaprógrammi, sem auðvitað er ekki til, en það gagnast voða lítið að æfa tvisvar á dag ef mataræðið er ekki í lagi.“ Hvernig virkar matardagbok.is í framkvæmd? „Í upphafi kemur fólk til mín í mælingar, ummálsmælingar, vigtun og fitumælingar, og að því loknu legg ég fram viðmiðunarmatseðil. Eftir það sendir fólk mér matardagbók daglega í 30 daga og ég svara á hverjum degi, þannig að eftir þrjá til fimm daga er mataræðið yfirleitt orðið bara nokkuð gott hjá fólki. Þetta er miklu meira aðhald en áður hefur tíðkast því matseðillinn er leiðréttur á 15 til 25 tíma fresti í þrjátíu daga.“ Garðar segir viðbrögðin við síðunni hafa verið frábær. „Fólk er að missa frá tíu upp í 50 kíló á tiltölulega skömmum tíma. Til dæmis missti einn drengur 40 kíló á 15 vikum hjá mér eingöngu með matardagbókinni. Og það allra besta er að fólk getur búið hvar sem er innan- eða utanlands og samt notið þjónustunnar. Ég er með fólk úti um allt land og erlendis líka sem sér um mælingar fyrir mig, þannig að það er ekki vandamál. Stór hópur viðskiptavina minna eru flugmenn, flugfreyjur og sjómenn, sem með öðrum prógrömmum hafa átt erfitt með að láta mæla sig reglulega.“ fridrikab@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Þetta er glæný nálgun sem byggist á miklu aðhaldi, eftirfylgni og persónulegri þjónustu,“ segir Garðar Sigvaldason einkaþjálfari sem nýverið setti í loftið vefsíðuna matardagbok.is, sem er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er það sem lengi hefur vantað. Það hafa allir lagt mikið upp úr þjálfunarprógrömmunum en minna upp úr mataræðinu,“ heldur hann áfram. „Sem er undarlegt þar sem mataræðið gildir um það bil 70 prósent í þjálfuninni. Það eru allir að leita að hinu fullkomna æfingaprógrammi, sem auðvitað er ekki til, en það gagnast voða lítið að æfa tvisvar á dag ef mataræðið er ekki í lagi.“ Hvernig virkar matardagbok.is í framkvæmd? „Í upphafi kemur fólk til mín í mælingar, ummálsmælingar, vigtun og fitumælingar, og að því loknu legg ég fram viðmiðunarmatseðil. Eftir það sendir fólk mér matardagbók daglega í 30 daga og ég svara á hverjum degi, þannig að eftir þrjá til fimm daga er mataræðið yfirleitt orðið bara nokkuð gott hjá fólki. Þetta er miklu meira aðhald en áður hefur tíðkast því matseðillinn er leiðréttur á 15 til 25 tíma fresti í þrjátíu daga.“ Garðar segir viðbrögðin við síðunni hafa verið frábær. „Fólk er að missa frá tíu upp í 50 kíló á tiltölulega skömmum tíma. Til dæmis missti einn drengur 40 kíló á 15 vikum hjá mér eingöngu með matardagbókinni. Og það allra besta er að fólk getur búið hvar sem er innan- eða utanlands og samt notið þjónustunnar. Ég er með fólk úti um allt land og erlendis líka sem sér um mælingar fyrir mig, þannig að það er ekki vandamál. Stór hópur viðskiptavina minna eru flugmenn, flugfreyjur og sjómenn, sem með öðrum prógrömmum hafa átt erfitt með að láta mæla sig reglulega.“ fridrikab@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira