Lífið

Bloom ekki bannaður

Umdeild mynd Nýjasta kvikmynd Orlando Bloom, The Good Doctor, verður „einungis“ bönnuð innan 13 ára.
Umdeild mynd Nýjasta kvikmynd Orlando Bloom, The Good Doctor, verður „einungis“ bönnuð innan 13 ára.
Framleiðendur kvikmyndarinnar The Good Doctor opnuðu kampavínsflösku á dögunum og slettu rækilega úr klaufunum eftir að ljóst varð að kvikmyndin yrði einungis bönnuð innan 13 ára í Bandaríkjunum.

Málið hefur vakið töluverða athygli í bandarískum kvikmyndaiðnaði en The Good Doctor skartar sjálfum Orlando Bloom í aðalhlutverki. Myndin segir frá lækninum Martin Blake sem verður ástfanginn af hinni 18 ára gömlu Diane en hún þjáist af nýrnaveiki. En þegar henni fer að batna óttast læknirinn að missa hana og ákveður að taka málin í sínar hendur.

Upphaflega stóð til að myndin fengi R-stimpilinn sem myndi þýða að unglingar undir sautján ára aldri gætu ekki farið að sjá hana einir og óstuddir. En framleiðandi myndarinnar, Jonathan King, og handritshöfundur, Julia Lebedev, börðust gegn þessari ákvörðun og fengu úrskurði kvikmyndaeftirlitsins hnekkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×