Gott að vera á heimavelli 29. september 2011 08:30 MEð mikla reynslu Eyrún Ósk hefur ekki áður gert leikna kvikmynd en hefur unnið töluvert með áhugaleikfélögum og ungum krökkum. Hrafnar, sóleyjar og myrra er byggð á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson kvikmyndagerðarmann. Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira