Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári 1. október 2011 11:00 Heimsviðburður Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undirbúningsvinnu þeirra um tvær milljónir. „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
„Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira