Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi 11. október 2011 11:00 Sláandi líkindi Guðjón Þorsteinn sem vörðurinn Leó, en fyrirmyndin að útliti hans er Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn. „Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira