Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB 12. október 2011 03:45 Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira