Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd 13. október 2011 09:30 Knúsaður af Gaga Nicola Formichetti er maðurinn á bak við frumlega búninga tónlistarkonunnar Lady Gaga og ber samstarfinu við CCP vel söguna í heimildarmyndinni. Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is Íslandsvinir Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is
Íslandsvinir Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira