Duttu í Airwaves-lukkupott 13. október 2011 10:30 yacht Bandaríska hljómsveitin Yacht hefur mikinn áhuga á yfirskilvitlegum hlutum.fréttablaðið/stefán caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira