Airwaves og Árni Johnsen 22. október 2011 00:01 Ferðamenn eru yfirleitt ekki töff. Þeir ráfa oftast um í hópum með mittistöskur og ljótar derhúfur. Þá er alltaf einn í hópnum í of stórri appelsínugulri úlpu. Í október á hverju ári er eins og þetta breytist. Allt í einu sjást töff ferðamenn spígspora um götur Reykjavíkur eins og klipptir úr nýjustu tískublöðunum. Nánast undantekningarlaust eru þetta gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Airwaves er stærsti árlegi tónlistarviðburður landsins. Úti í heimi þykir hátíðin gríðarlega töff og erlendir fjölmiðlar hafa keppst við að ausa lofi yfir andrúmsloftið sem skapast í Reykjavík þessa löngu helgi í október. Ímyndin er hátíðinni allt. Henni var aftur á móti stefnt í hættu í ár af styrktaraðilum hátíðarinnar, sem dreifðu grænum derhúfum til ölvaðra gesta eins og um hverja aðra útihátíð væri að ræða. Airwaves er ekki útihátíð. Þjóðhátíð í Eyjum og fiskidagurinn í Dalvík eru hvort tveggja hátíðir sem svínvirka, en eru ekki til þess fallnar að fá umfjöllun í útbreiddustu og virtustu fjölmiðlum heims ár eftir ár. Styrktaraðilar munu alltaf þurfa að koma að Airwaves með einum eða öðrum hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að bjórframleiðendur og símafyrirtæki kynni vörur sínar og þjónustu fyrir hátíðargestum og verði um leið til þess að herlegheitin komi út réttu megin við núllið. Eða allavega nálægt því. En það er ekki eðlilegt að sömu styrktaraðilar dreifi drasli merktu vörum sínum til gesta á einni svölustu tónlistarhátíð heims, eins og þeir væru að djamma í dalnum. Við getum aðeins vonað að þetta verði ekki til eftirbreytni, því annars sjáum við sölubása með plastbyssum í Hafnarhúsinu á næstu hátíð og kúrekahatta á uppsprengdu verði á Nasa. Og guð forði okkur frá því að Árni Johnsen stýri brekkusöng á Arnarhóli. Mörkin verða að vera skýr. Iceland Airwaves er afar virt hátíð og áhrif hennar á tónlistarlíf og efnahag miðborgarinnar eru margsönnuð. Það á því að vera eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að fá að leggja nafn sitt við jafn glæsilega hátíð. Ef styrktaraðilarnir fá að gera gesti að gangandi auglýsingaskiltum er forgangsröðun aðstandenda hátíðarinnar ekki aðeins brengluð heldur beinlínis hættuleg fyrir orðstír stærsta árlega tónlistarviðburðar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun
Ferðamenn eru yfirleitt ekki töff. Þeir ráfa oftast um í hópum með mittistöskur og ljótar derhúfur. Þá er alltaf einn í hópnum í of stórri appelsínugulri úlpu. Í október á hverju ári er eins og þetta breytist. Allt í einu sjást töff ferðamenn spígspora um götur Reykjavíkur eins og klipptir úr nýjustu tískublöðunum. Nánast undantekningarlaust eru þetta gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Airwaves er stærsti árlegi tónlistarviðburður landsins. Úti í heimi þykir hátíðin gríðarlega töff og erlendir fjölmiðlar hafa keppst við að ausa lofi yfir andrúmsloftið sem skapast í Reykjavík þessa löngu helgi í október. Ímyndin er hátíðinni allt. Henni var aftur á móti stefnt í hættu í ár af styrktaraðilum hátíðarinnar, sem dreifðu grænum derhúfum til ölvaðra gesta eins og um hverja aðra útihátíð væri að ræða. Airwaves er ekki útihátíð. Þjóðhátíð í Eyjum og fiskidagurinn í Dalvík eru hvort tveggja hátíðir sem svínvirka, en eru ekki til þess fallnar að fá umfjöllun í útbreiddustu og virtustu fjölmiðlum heims ár eftir ár. Styrktaraðilar munu alltaf þurfa að koma að Airwaves með einum eða öðrum hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að bjórframleiðendur og símafyrirtæki kynni vörur sínar og þjónustu fyrir hátíðargestum og verði um leið til þess að herlegheitin komi út réttu megin við núllið. Eða allavega nálægt því. En það er ekki eðlilegt að sömu styrktaraðilar dreifi drasli merktu vörum sínum til gesta á einni svölustu tónlistarhátíð heims, eins og þeir væru að djamma í dalnum. Við getum aðeins vonað að þetta verði ekki til eftirbreytni, því annars sjáum við sölubása með plastbyssum í Hafnarhúsinu á næstu hátíð og kúrekahatta á uppsprengdu verði á Nasa. Og guð forði okkur frá því að Árni Johnsen stýri brekkusöng á Arnarhóli. Mörkin verða að vera skýr. Iceland Airwaves er afar virt hátíð og áhrif hennar á tónlistarlíf og efnahag miðborgarinnar eru margsönnuð. Það á því að vera eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að fá að leggja nafn sitt við jafn glæsilega hátíð. Ef styrktaraðilarnir fá að gera gesti að gangandi auglýsingaskiltum er forgangsröðun aðstandenda hátíðarinnar ekki aðeins brengluð heldur beinlínis hættuleg fyrir orðstír stærsta árlega tónlistarviðburðar landsins.