Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Össur Skarphéðinsson skrifar 22. október 2011 06:00 Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun