Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Guðbjartur Hannesson skrifar 22. október 2011 06:00 Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar