Brynjar Már verður að vakna sjálfur 27. október 2011 08:00 Magasín á morgnana Þau Erna Hrönn, Brynjar Már og Þórhallur eru nýir morgunhanar á FM957. „Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp Fréttir Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp
Fréttir Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira