Lífið

Coen skrifar einþáttunga

lÁgvaxnari Ethan Coen er lágvaxnari Coen-bróðirinn en hann hefur skrifað þrjá einþáttunga sem verða frumsýndir í New York 16. nóvember.
lÁgvaxnari Ethan Coen er lágvaxnari Coen-bróðirinn en hann hefur skrifað þrjá einþáttunga sem verða frumsýndir í New York 16. nóvember.
Ethan Coen, annar úr Coen-tvíeykinu, hefur skrifað röð einþáttunga sem settir verða upp í New York í næsta mánuði. Verkin þrjú kallast því skemmtilega nafni „Gleðistundin“ eða Happy Hour en það er leiklistarhópurinn Atlantic Theater Group sem setur verkin upp. Þetta er í þriðja sinn sem röð einþáttunga eftir Ethan verður sett á svið en Happy Hour verður frumsýndur 16. nóvember.

Coen, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndagerð sína með bróður sínum, var nýlega í samstarfi við Woody Allen og Elaine May en hvert þeirra skrifaði einn einþáttung sem settir voru saman upp í Brooks Atkinson-leikhúsinu á Broadway í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×