Peningar í vinnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs. Virkur hlutabréfamarkaður er nauðsynlegur í sérhverju þróuðu hagkerfi. Þannig geta fyrirtæki sótt sér áhættufé með minni tilkostnaði en með því að taka lán og stórir og smáir fjárfestar fá tækifæri til að ávaxta fé sitt. Með því að efla hlutabréfamarkaðinn er hægt að koma tugum milljarða króna, sem nú liggja í ríkisskuldabréfum og á bankareikningum, í vinnu fyrir atvinnulífið. Ekki verður annað sagt en að markaðurinn hafi verið virkur hér á landi fyrir hrun, en hann var ekki að sama skapi þróaður eða heilbrigður. Verðið hækkaði meira en í nokkru öðru þróuðu ríki áratuginn fyrir hrun og tók síðan dýpri dýfu en annars staðar þekkist. Undir lokin voru gömlu bankarnir allsráðandi á markaðnum; bæði voru bréf þeirra 80% af heildarverðmætinu og eins réðu þeir verðmynduninni, að hluta til með óvönduðum meðulum. Eftir þessa rússibanareið hefur hlutabréfamarkaðurinn notið lítils trausts. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í gær í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki eigi að koma í veg fyrir að markaðsmisnotkun bankanna endurtaki sig. Fjárfestar séu betur á varðbergi en áður, Fjármálaeftirlitið hafi verið stóreflt og markaðurinn njóti meira aðhalds fjölmiðla en hann gerði fyrir hrun. Umhverfið hafi því breytzt til hins betra. Meira þarf þó að koma til ef almenningur á að bera traust til hlutabréfamarkaðarins. Fyrirtæki sem skrá sig í Kauphöllina þurfa til dæmis að sýna fram á að þau fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti og virði rétt smærri hluthafa, sem var oft fótum troðinn með opinskáum og óforskömmuðum hætti í skráðum fyrirtækjum fyrir hrun. Þeir sem eiga einhverja peninga til að fjárfesta hljóta nú líka að gera það með raunhæfari væntingar en meðan á útrásarbólunni stóð. Enginn þarf að gera ráð fyrir tuga prósenta ávöxtun á ári heldur verður að líta á hlutabréfakaup sem langtímafjárfestingu. Það er mikilvægt að í Hagaútboðinu er gert ráð fyrir að einstaklingar geti skráð sig fyrir hlut, að lágmarki 100 þúsund krónur. Það stuðlar að því að almenningur geti aftur fikrað sig inn á hlutabréfamarkaðinn og öðlazt hlutdeild í ávinningi efnahagsbatans sem vonandi kemur. Einn ávinningur virks hlutabréfamarkaðar er að tengja saman hagsmuni stórra og mikilvægra fyrirtækja og almennings. Það er allra hagur. Þegar hlutabréfamarkaður var að ná sér á strik hér á landi um miðjan níunda áratug síðustu aldar var tímabundið komið á sérstökum skattaafslætti fyrir einstaklinga sem festu fé sitt í fyrirtækjum. Þetta fyrirkomulag var framlengt nokkrum sinnum og var við lýði fram yfir aldamót. Það ýtti verulega undir sparnað í formi hlutabréfaeignar og stuðlaði að eflingu hlutabréfaviðskipta. Vilji stjórnvöld nú styðja við fyrstu skrefin í endurreisn hlutabréfamarkaðarins og greiða fyrir því að peningar séu settir í vinnu mættu þau gjarnan íhuga svipað fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs. Virkur hlutabréfamarkaður er nauðsynlegur í sérhverju þróuðu hagkerfi. Þannig geta fyrirtæki sótt sér áhættufé með minni tilkostnaði en með því að taka lán og stórir og smáir fjárfestar fá tækifæri til að ávaxta fé sitt. Með því að efla hlutabréfamarkaðinn er hægt að koma tugum milljarða króna, sem nú liggja í ríkisskuldabréfum og á bankareikningum, í vinnu fyrir atvinnulífið. Ekki verður annað sagt en að markaðurinn hafi verið virkur hér á landi fyrir hrun, en hann var ekki að sama skapi þróaður eða heilbrigður. Verðið hækkaði meira en í nokkru öðru þróuðu ríki áratuginn fyrir hrun og tók síðan dýpri dýfu en annars staðar þekkist. Undir lokin voru gömlu bankarnir allsráðandi á markaðnum; bæði voru bréf þeirra 80% af heildarverðmætinu og eins réðu þeir verðmynduninni, að hluta til með óvönduðum meðulum. Eftir þessa rússibanareið hefur hlutabréfamarkaðurinn notið lítils trausts. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í gær í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki eigi að koma í veg fyrir að markaðsmisnotkun bankanna endurtaki sig. Fjárfestar séu betur á varðbergi en áður, Fjármálaeftirlitið hafi verið stóreflt og markaðurinn njóti meira aðhalds fjölmiðla en hann gerði fyrir hrun. Umhverfið hafi því breytzt til hins betra. Meira þarf þó að koma til ef almenningur á að bera traust til hlutabréfamarkaðarins. Fyrirtæki sem skrá sig í Kauphöllina þurfa til dæmis að sýna fram á að þau fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti og virði rétt smærri hluthafa, sem var oft fótum troðinn með opinskáum og óforskömmuðum hætti í skráðum fyrirtækjum fyrir hrun. Þeir sem eiga einhverja peninga til að fjárfesta hljóta nú líka að gera það með raunhæfari væntingar en meðan á útrásarbólunni stóð. Enginn þarf að gera ráð fyrir tuga prósenta ávöxtun á ári heldur verður að líta á hlutabréfakaup sem langtímafjárfestingu. Það er mikilvægt að í Hagaútboðinu er gert ráð fyrir að einstaklingar geti skráð sig fyrir hlut, að lágmarki 100 þúsund krónur. Það stuðlar að því að almenningur geti aftur fikrað sig inn á hlutabréfamarkaðinn og öðlazt hlutdeild í ávinningi efnahagsbatans sem vonandi kemur. Einn ávinningur virks hlutabréfamarkaðar er að tengja saman hagsmuni stórra og mikilvægra fyrirtækja og almennings. Það er allra hagur. Þegar hlutabréfamarkaður var að ná sér á strik hér á landi um miðjan níunda áratug síðustu aldar var tímabundið komið á sérstökum skattaafslætti fyrir einstaklinga sem festu fé sitt í fyrirtækjum. Þetta fyrirkomulag var framlengt nokkrum sinnum og var við lýði fram yfir aldamót. Það ýtti verulega undir sparnað í formi hlutabréfaeignar og stuðlaði að eflingu hlutabréfaviðskipta. Vilji stjórnvöld nú styðja við fyrstu skrefin í endurreisn hlutabréfamarkaðarins og greiða fyrir því að peningar séu settir í vinnu mættu þau gjarnan íhuga svipað fyrirkomulag.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun