Trúverðugir valkostir? Pawel Bartoszek skrifar 18. nóvember 2011 13:30 Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára. Í hugum sumra hægrimanna eru samningaviðræður við ESB með aðild í huga nauðsynlegur þáttur endurreisnar. Aðrir eru þeim ósammála. Hægrimaður sem er Evrópusinni fær raunar iðulega að heyra að hann sé krati. Ef leitað er skýringa kemur í ljós að hann hljóti að vera krati því hann sé Evrópusinni. Alvöruhægrimenn séu ekki Evrópusinnar. Svona geta rökræður nú verið skemmtilegar og gefandi. Margir hægrimenn sem ég hitti þykjast vera miklu hægrisinnaðri en þetta Evrópusamband. Vildu enga tolla helst, frjálsar ástir í gjaldmiðlamálum, miskunnarlausa markaðshyggju þegar kemur að landbúnaðarmálum og galopin landamæri. Sumum má auðveldlega trúa þótt ég hafi það á tilfinningunni að aðrir noti þessi meintu stefnumál sem þægilegan grímubúning til að hylja skoðanir sem eru í raun þveröfugar. Vill framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar virkilega gera fríverslunarsamning við Norður-Ameríku og telja frjálshyggjumenn sem tala fyrir einhliða afnámi tolla það virkilega raunhæft? Það getur verið heppilegt að lýsa yfir stuðningi við fræðilegar skýjaborgahugmyndir um leið og svipað góðir en þó raunhæfir valkostir eru slegnir út af borðinu. En stundum má hitta fólk sem virkilega vill opið samfélag, frjáls viðskipti með allar vörur og nýtilegan gjaldmiðil en hefur sitthvað við Evrópusambandið að athuga. Við slíkan ágreining má auðvitað vel lifa. En þegar menn mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins sannfærðir um að mesta mein Sjálfstæðisflokksins sé að þar fyrirfinnist enn einhverjir sem hati ekki Evrópusambandið, þá eru menn með forgangsröðina í kássu. Það eru ýmis mein sem frjálslyndir hægrimenn þurfa að kljást við. Það virðist því miður hafa tekist að koma orðinu „matvælaöryggi“ rækilega fyrir í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir matvælaöryggi einfaldlega „tollar og innflutningshöft“, því aldrei hef ég heyrt nokkurn mann tala um matvælaöryggi sem ekki væri að tala fyrir tollum eða innflutningshöftum. En ef einhverjir menn telja það til merkis um sérstakt öryggi að kjúklingaframleiðsla á Íslandi fari um fjögur sláturhús, og að svo gott sem eitt fyrirtæki hafi einokun á sviði mjólkurvinnslu, þá er öryggistilfinning manna önnur en mín. Ísland tekur heilmikinn þátt í Evrópusamrunanum með EES-samningnum. Það sem stendur út af yrði flest til bóta. Við fengjum alþjóðlega mynt í stað haftakrónu. Við hefðum meiri áhrif á ákvarðanir í ESB. Afnám tolla á allar vörur til og frá Evrópu og þátttaka í sameiginlega markaðnum myndi gagnast okkur vel. Þá þyrfti ekki lengur að sýna tollvörðum hve mikinn bjór menn voguðu sér að kaupa. Það þyrfti hvorki að klæða sig í HM-fötin og þykjast hafa farið í þeim til útlanda né að henda kassanum utan af myndavélinni sem keypt var í London. Þá yrði netverslun fljótlegri og bækur þyrftu ekki að gista tollvörugeymslur áður en þær kæmu heim til fólks. Það er vitanlega hægt að stefna að svipuðum markmiðum og lýst er fyrir ofan þótt Ísland standi utan ESB. Vitræn umræða um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla er fagnaðarefni. Við getum líka sjálf hætt að ofsækja ferðamenn í Leifsstöð og leyft þeim að nota sín 20 kg af farangursheimild undir 20 lítra af bjór ef þeir vilja hafa það þannig. Þá getum við vissulega lagt af verndarstefnu okkar og leyft ótakmarkaðan innflutning á erlendu kjöti og mjólk án þess að neinn neyði okkur til. Er þetta hægt án ESB? Ég veit það ekki, en meðan enginn berst af alvöru fyrir öðrum valkostum höfum við bara tvo: „höft“ eða „ESB“. Og þá er valið nú auðvelt. Um margt geta því frjálslyndir hægrimenn sameinast. Loks ættu þeir að mótmæla andmarkaðsvæðingu sjávarútvegs og landbúnaðar, lofa því að nálgast ríkisfjármálin af nísku og lofa því í raun að lofa sem minnstu. Til að svíkja þá vonandi sem minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun
Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára. Í hugum sumra hægrimanna eru samningaviðræður við ESB með aðild í huga nauðsynlegur þáttur endurreisnar. Aðrir eru þeim ósammála. Hægrimaður sem er Evrópusinni fær raunar iðulega að heyra að hann sé krati. Ef leitað er skýringa kemur í ljós að hann hljóti að vera krati því hann sé Evrópusinni. Alvöruhægrimenn séu ekki Evrópusinnar. Svona geta rökræður nú verið skemmtilegar og gefandi. Margir hægrimenn sem ég hitti þykjast vera miklu hægrisinnaðri en þetta Evrópusamband. Vildu enga tolla helst, frjálsar ástir í gjaldmiðlamálum, miskunnarlausa markaðshyggju þegar kemur að landbúnaðarmálum og galopin landamæri. Sumum má auðveldlega trúa þótt ég hafi það á tilfinningunni að aðrir noti þessi meintu stefnumál sem þægilegan grímubúning til að hylja skoðanir sem eru í raun þveröfugar. Vill framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar virkilega gera fríverslunarsamning við Norður-Ameríku og telja frjálshyggjumenn sem tala fyrir einhliða afnámi tolla það virkilega raunhæft? Það getur verið heppilegt að lýsa yfir stuðningi við fræðilegar skýjaborgahugmyndir um leið og svipað góðir en þó raunhæfir valkostir eru slegnir út af borðinu. En stundum má hitta fólk sem virkilega vill opið samfélag, frjáls viðskipti með allar vörur og nýtilegan gjaldmiðil en hefur sitthvað við Evrópusambandið að athuga. Við slíkan ágreining má auðvitað vel lifa. En þegar menn mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins sannfærðir um að mesta mein Sjálfstæðisflokksins sé að þar fyrirfinnist enn einhverjir sem hati ekki Evrópusambandið, þá eru menn með forgangsröðina í kássu. Það eru ýmis mein sem frjálslyndir hægrimenn þurfa að kljást við. Það virðist því miður hafa tekist að koma orðinu „matvælaöryggi“ rækilega fyrir í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir matvælaöryggi einfaldlega „tollar og innflutningshöft“, því aldrei hef ég heyrt nokkurn mann tala um matvælaöryggi sem ekki væri að tala fyrir tollum eða innflutningshöftum. En ef einhverjir menn telja það til merkis um sérstakt öryggi að kjúklingaframleiðsla á Íslandi fari um fjögur sláturhús, og að svo gott sem eitt fyrirtæki hafi einokun á sviði mjólkurvinnslu, þá er öryggistilfinning manna önnur en mín. Ísland tekur heilmikinn þátt í Evrópusamrunanum með EES-samningnum. Það sem stendur út af yrði flest til bóta. Við fengjum alþjóðlega mynt í stað haftakrónu. Við hefðum meiri áhrif á ákvarðanir í ESB. Afnám tolla á allar vörur til og frá Evrópu og þátttaka í sameiginlega markaðnum myndi gagnast okkur vel. Þá þyrfti ekki lengur að sýna tollvörðum hve mikinn bjór menn voguðu sér að kaupa. Það þyrfti hvorki að klæða sig í HM-fötin og þykjast hafa farið í þeim til útlanda né að henda kassanum utan af myndavélinni sem keypt var í London. Þá yrði netverslun fljótlegri og bækur þyrftu ekki að gista tollvörugeymslur áður en þær kæmu heim til fólks. Það er vitanlega hægt að stefna að svipuðum markmiðum og lýst er fyrir ofan þótt Ísland standi utan ESB. Vitræn umræða um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla er fagnaðarefni. Við getum líka sjálf hætt að ofsækja ferðamenn í Leifsstöð og leyft þeim að nota sín 20 kg af farangursheimild undir 20 lítra af bjór ef þeir vilja hafa það þannig. Þá getum við vissulega lagt af verndarstefnu okkar og leyft ótakmarkaðan innflutning á erlendu kjöti og mjólk án þess að neinn neyði okkur til. Er þetta hægt án ESB? Ég veit það ekki, en meðan enginn berst af alvöru fyrir öðrum valkostum höfum við bara tvo: „höft“ eða „ESB“. Og þá er valið nú auðvelt. Um margt geta því frjálslyndir hægrimenn sameinast. Loks ættu þeir að mótmæla andmarkaðsvæðingu sjávarútvegs og landbúnaðar, lofa því að nálgast ríkisfjármálin af nísku og lofa því í raun að lofa sem minnstu. Til að svíkja þá vonandi sem minnst.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun