Störfin skattlögð burt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Þannig telur ríkisstjórnin sig ekki þurfa að standa við gerða samninga. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst í sumar að áformað væri að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum skatti á stóriðjufyrirtæki. Skatturinn var þá ekki útfærður, en viðbrögð viðkomandi fyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu voru hörð. Talsmenn þeirra bentu á að nýir skattar væru brot á fjárfestingarsamningum, sem fyrirtækin hefðu gert við stjórnvöld og væru staðfestir af Alþingi. Fyrirtækin hefðu tekið á sig sérstakan orkuskatt og þar að auki fallizt á fyrirframgreiðslu skatts til að létta undir með ríkissjóði, en um leið hefði verið gert sérstakt samkomulag um að skattaumhverfi stóriðjunnar yrði óbreytt næstu árin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefði í lok síðasta árs staðfest að samkomulagið væri í fullu gildi. Á sama tíma vöruðu stjórnendur Íslandsstofu, sem hefur það verkefni með höndum að laða erlenda fjárfestingu að landinu, við þessum áformum og sögðu tíðar skattabreytingar ekki hjálpa þeim í því verkefni. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði nýjan skatt geta orðið til þess að ekki yrði af áformum um nýja fjárfestingu í útflutningsatvinnugreinum. Nú hefur fjármálaráðherrann, þrátt fyrir þessar aðvaranir og þvert á fyrri fyrirheit, lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir nýjum skatti á kolefnisrafskaut, sem notuð eru í rekstri stóriðjufyrirtækjanna. Skatturinn kemur illa við álverin í landinu og enn verr við kísilvinnslu, sem notar hlutfallslega meira af rafskautum við framleiðsluna. Talsmenn járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga segja skattinn munu éta upp allan hagnað fyrirtækisins og koma í veg fyrir áform um stækkun þess. Framkvæmdastjóri Íslenska kísilfélagsins, sem vinnur að gerð kísilverksmiðju í Helguvík, sagði í Fréttablaðinu í gær að veruleg hætta væri á að fjárfestarnir hættu við, yrði skatturinn að veruleika. Framkvæmdastjóri Thorsil, sem ætlar að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur skrifað þingmönnum og varað því því að nýi skatturinn setji áformin í uppnám. Fjármálaráðherrann á eftir að svara því hvers vegna hann var viðstaddur undirritun fjárfestingarsamnings og fleiri samninga um kísilverksmiðju í Helguvík – svona eins og hann væri hlynntur því að hún yrði reist – og af hverju hann hvatti Húsvíkinga til að binda fremur vonir við kísilverksmiðju en álver, ef hann ætlar engu að síður að koma í veg fyrir þessar fjárfestingar með vanhugsaðri skattabreytingu. Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært af afleitum árangri sínum við að koma í framkvæmd því markmiði stjórnarsáttmálans að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi. Í viðleitni til að stoppa upp í fjárlagagatið til skamms tíma eru framtíðarstörf við útflutningsiðnað skattlögð burt – og um leið þær framtíðarskatttekjur sem fyrirtækin gætu skapað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Þannig telur ríkisstjórnin sig ekki þurfa að standa við gerða samninga. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst í sumar að áformað væri að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum skatti á stóriðjufyrirtæki. Skatturinn var þá ekki útfærður, en viðbrögð viðkomandi fyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu voru hörð. Talsmenn þeirra bentu á að nýir skattar væru brot á fjárfestingarsamningum, sem fyrirtækin hefðu gert við stjórnvöld og væru staðfestir af Alþingi. Fyrirtækin hefðu tekið á sig sérstakan orkuskatt og þar að auki fallizt á fyrirframgreiðslu skatts til að létta undir með ríkissjóði, en um leið hefði verið gert sérstakt samkomulag um að skattaumhverfi stóriðjunnar yrði óbreytt næstu árin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefði í lok síðasta árs staðfest að samkomulagið væri í fullu gildi. Á sama tíma vöruðu stjórnendur Íslandsstofu, sem hefur það verkefni með höndum að laða erlenda fjárfestingu að landinu, við þessum áformum og sögðu tíðar skattabreytingar ekki hjálpa þeim í því verkefni. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði nýjan skatt geta orðið til þess að ekki yrði af áformum um nýja fjárfestingu í útflutningsatvinnugreinum. Nú hefur fjármálaráðherrann, þrátt fyrir þessar aðvaranir og þvert á fyrri fyrirheit, lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir nýjum skatti á kolefnisrafskaut, sem notuð eru í rekstri stóriðjufyrirtækjanna. Skatturinn kemur illa við álverin í landinu og enn verr við kísilvinnslu, sem notar hlutfallslega meira af rafskautum við framleiðsluna. Talsmenn járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga segja skattinn munu éta upp allan hagnað fyrirtækisins og koma í veg fyrir áform um stækkun þess. Framkvæmdastjóri Íslenska kísilfélagsins, sem vinnur að gerð kísilverksmiðju í Helguvík, sagði í Fréttablaðinu í gær að veruleg hætta væri á að fjárfestarnir hættu við, yrði skatturinn að veruleika. Framkvæmdastjóri Thorsil, sem ætlar að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur skrifað þingmönnum og varað því því að nýi skatturinn setji áformin í uppnám. Fjármálaráðherrann á eftir að svara því hvers vegna hann var viðstaddur undirritun fjárfestingarsamnings og fleiri samninga um kísilverksmiðju í Helguvík – svona eins og hann væri hlynntur því að hún yrði reist – og af hverju hann hvatti Húsvíkinga til að binda fremur vonir við kísilverksmiðju en álver, ef hann ætlar engu að síður að koma í veg fyrir þessar fjárfestingar með vanhugsaðri skattabreytingu. Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært af afleitum árangri sínum við að koma í framkvæmd því markmiði stjórnarsáttmálans að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi. Í viðleitni til að stoppa upp í fjárlagagatið til skamms tíma eru framtíðarstörf við útflutningsiðnað skattlögð burt – og um leið þær framtíðarskatttekjur sem fyrirtækin gætu skapað.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun