Settar verði strangari reglur um félagsvefi 29. nóvember 2011 01:30 Viviane Reding „Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb Fréttir Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Samkvæmt tillögum hennar þurfa fyrirtæki á borð við Facebook og Google, sem reka félagslega vefþjónustu, að efla mjög gagnsæi starfsemi sinnar. Meðal annars þyrftu þau að upplýsa notendur sína um það hvaða gögnum er safnað um þá, hvernig þau eru notuð og hvernig þau eru geymd. Reding segir að það muni auðvelda fyrirtækjunum í þessu efni ef settar verða samræmdar reglur fyrir öll Evrópusambandslöndin, frekar en að mismunandi lög gildi í aðildarríkjunum sem nú eru 27 orðin. „Ég vil draga mjög úr allri skriffinnskunni,“ segir hún. Núverandi gagnaverndarlög Evrópusambandsins eru frá árinu 1995, eða frá því löngu fyrir tíma netþjónustufyrirtækja á borð við Facebook og Google.- gb
Fréttir Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira