Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight 29. nóvember 2011 13:00 Um þetta snýst málið Aðalæðið hjá íslenskum stelpum er Twilight-serían en nýjasta myndin, Breaking Dawn, er aðra vikuna í röð á toppnum hér á landi. „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink Lífið Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink
Lífið Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira