Af leikskólamálum - önnur útgáfa Sóley Tómasdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í staðinn. Það er bara þannig. Meirihlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskólakennara í þrepum á samningstímabilinu sem nær fram til ársins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðlilega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlésgreiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskólakennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig kollótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðarins í atvinnuleysi. Að starfsfólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlésgreiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélaganna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leikskólakennara og grunnskólakennara í áföngum á samningstímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neysluhlésgreiðslurnar yrðu afnumdar. – Og án þess að ég geti fullyrt um ástæður þess, finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sérstaka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður samanstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangsraðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því.
Af leikskólamálum Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29. nóvember 2011 06:00
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar