FBI ósátt við Eastwood 1. desember 2011 18:30 Umdeildur J. Edgar Hoover er umdeildur maður í bandarískri sögu og ný mynd Clints Eastwood sýnir hann sem homma. Hér eru þeir Leonardo DiCaprio og Armie Hammer í hlutverkum sínum sem Hoover og Clyde Tolson en myndin sjálf hefur fengið misjafnar viðtökur. Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma. Kvikmyndarinnar um J. Edgar Hoover eftir Clint Eastwood var beðið með töluverðri eftirvæntingu enda Leonardo DiCaprio í hlutverki þessa umdeilda manns. Myndin hefur fengið afar misjafnar viðtökur, hún fær „eingöngu“ 7,3 á imdb.com og aðeins 42 prósent gagnrýnenda eru sáttir við hana samkvæmt rottentomatoes. Og þar með hefur hún lokið leik í Óskarskapphlaupinu. En það breytir því ekki að FBI-fulltrúar, og þá sérstaklega eldri starfsmenn stofnunarinnar, eru ákaflega ósáttir við Eastwood og nálgun hans. Þeir eru fyrst og fremst reiðir yfir því að Hoover skuli vera sýndur sem hommi, en í skápnum. Bandaríska blaðið Washington Post fjallaði ítarlega um málið í gær og ræddi meðal annars við FBI-fulltrúann Gregg Schwarz sem réði sér sérstakan kvikmyndatökumann til að gera myndband fyrir sig. Myndbandið er hægt að finna á Youtube-myndbandsvefnum og nefnist „Dirty Harry to Filthy Harry“ en þar er auðvitað verið að vísa til frægrar kvikmyndaseríu Eastwood. „Honum er lýst sem einræðisherra og skrímsli sem hafi haft samkynhneigðar kenndir. Það er einfaldlega rangt,“ lýsir Schwarz yfir og bætir því við að það hafi aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að Hoover hafi verið hommi. Það sem þykir ýta undir þá skoðun er sú staðreynd að Hoover giftist aldrei né átti unnustu en átti aftur á móti í mjög nánu vinasambandi við aðstoðarmann sinn, Clyde Tolson. „Ég veit ekki um neinn sem er ekki í uppnámi,“ hefur blaðið eftir Bill Branon, sem er stjórnarformaður J. Edgar Hoover-sjóðsins og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Hátt í hundrað fulltrúar, sem flestir eru komnir á eftirlaun, hafa rætt málið sín á milli á lokuðum póstlista en svo skemmtilega vill til að hann nefnist sama nafni og gamall hundur forstjórans sáluga. „Við erum í uppnámi. Ekki bara af því að við dáðum hann. Við erum í uppnámi af því að þetta er ekki satt. Hefði hann verið samkynhneigður þá væri það ekkert er ljótt af Eastwood að gera þetta við látinn mann.“ John Fox, reyndur sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu FBI, segir að vissulega hafi líf Hoovers gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi, hann hafi aldrei kvænst og nánasti vinur hans hafi verið karlmaður. „Það var gefið í skyn að hann væri samkynhneigður á þeim tíma en það náði aldrei lengra, þetta voru bara getgátur.“ Fyrrverandi FBI-fulltrúinn Scott Nelson var sérstakur ráðgjafi Eastwood á tökustað og hann segist hafa lýst því yfir á tökustað að það væri óþarfi að hafa senu þar sem Hoover og Colson kyssast. En honum finnst FBI-fulltrúarnir fyrrverandi bregðast of hart við. „Hugleiðingarnar um einkalíf Hoover eru bara hluti af því að segja dramatíska sögu. Svona er bara Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma. Kvikmyndarinnar um J. Edgar Hoover eftir Clint Eastwood var beðið með töluverðri eftirvæntingu enda Leonardo DiCaprio í hlutverki þessa umdeilda manns. Myndin hefur fengið afar misjafnar viðtökur, hún fær „eingöngu“ 7,3 á imdb.com og aðeins 42 prósent gagnrýnenda eru sáttir við hana samkvæmt rottentomatoes. Og þar með hefur hún lokið leik í Óskarskapphlaupinu. En það breytir því ekki að FBI-fulltrúar, og þá sérstaklega eldri starfsmenn stofnunarinnar, eru ákaflega ósáttir við Eastwood og nálgun hans. Þeir eru fyrst og fremst reiðir yfir því að Hoover skuli vera sýndur sem hommi, en í skápnum. Bandaríska blaðið Washington Post fjallaði ítarlega um málið í gær og ræddi meðal annars við FBI-fulltrúann Gregg Schwarz sem réði sér sérstakan kvikmyndatökumann til að gera myndband fyrir sig. Myndbandið er hægt að finna á Youtube-myndbandsvefnum og nefnist „Dirty Harry to Filthy Harry“ en þar er auðvitað verið að vísa til frægrar kvikmyndaseríu Eastwood. „Honum er lýst sem einræðisherra og skrímsli sem hafi haft samkynhneigðar kenndir. Það er einfaldlega rangt,“ lýsir Schwarz yfir og bætir því við að það hafi aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að Hoover hafi verið hommi. Það sem þykir ýta undir þá skoðun er sú staðreynd að Hoover giftist aldrei né átti unnustu en átti aftur á móti í mjög nánu vinasambandi við aðstoðarmann sinn, Clyde Tolson. „Ég veit ekki um neinn sem er ekki í uppnámi,“ hefur blaðið eftir Bill Branon, sem er stjórnarformaður J. Edgar Hoover-sjóðsins og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Hátt í hundrað fulltrúar, sem flestir eru komnir á eftirlaun, hafa rætt málið sín á milli á lokuðum póstlista en svo skemmtilega vill til að hann nefnist sama nafni og gamall hundur forstjórans sáluga. „Við erum í uppnámi. Ekki bara af því að við dáðum hann. Við erum í uppnámi af því að þetta er ekki satt. Hefði hann verið samkynhneigður þá væri það ekkert er ljótt af Eastwood að gera þetta við látinn mann.“ John Fox, reyndur sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu FBI, segir að vissulega hafi líf Hoovers gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi, hann hafi aldrei kvænst og nánasti vinur hans hafi verið karlmaður. „Það var gefið í skyn að hann væri samkynhneigður á þeim tíma en það náði aldrei lengra, þetta voru bara getgátur.“ Fyrrverandi FBI-fulltrúinn Scott Nelson var sérstakur ráðgjafi Eastwood á tökustað og hann segist hafa lýst því yfir á tökustað að það væri óþarfi að hafa senu þar sem Hoover og Colson kyssast. En honum finnst FBI-fulltrúarnir fyrrverandi bregðast of hart við. „Hugleiðingarnar um einkalíf Hoover eru bara hluti af því að segja dramatíska sögu. Svona er bara Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira