Utan vallar: Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 07:00 Frá æfingu íslenska landsliðsins í Santos í gær. Mynd/Pjetur Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland. Pistillinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvennalandslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliksins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar" ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heimsmeistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal netsamband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun." Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu" er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland.
Pistillinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira