Ritstjórar verða fyrirsætur 3. desember 2011 14:00 Í sviðsljósinu Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue (efst) prýðir forsíðu nýja breska tímaritsins, Industrie. Kate Lanphear ritstýrir tískuumfjöllun í breska Vogue en hún sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir skartgripaframleiðanda. Ritstjóri japanska Vogue, Anna Dello Russo (t.h.) hefur gengið eftir tískupöllunum fyrir bæði Ungaro og H&M. Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Sjá meira
Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Sjá meira