Stuðningsmenn Lemgo geta tekið gleði sína á ný því Logi Geirsson snýr þangað aftur á næstunni. Lag hans, Komdu með, mun nú hljóma á heimaleikjum liðsins samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni, en Logi hefur lengi daðrað við tónlistargyðjuna. Kveðjustund Loga Geirssonar og forráðamanna þýska liðsins var alls ekki á góðum nótum en aðdáendur þess héldu hins vegar mikið upp á íslenska landsliðsmanninn. Telja má víst að þeir muni taka vel undir þegar lagið tekur að hljóma í þýsku úrvalsdeildinni.
Logi snýr aftur til Lemgo

Mest lesið


Með Banksy í stofunni heima
Menning


Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm
Tíska og hönnun



Hljóp undir fölsku nafni
Lífið

Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði
Bíó og sjónvarp

