Lífið

Anna Hildur á útleið?

Breytingar eru í farvatninu hjá Útflutningsráði íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framkvæmdastjórinn Anna Hildur Hildibrandsdóttir að hætta þar störfum í byrjun janúar og er tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson, sem jafnframt er stjórnarmaður í ÚTÓN, talinn líklegastur til að taka við af henni.

Hvorki Anna Hildur né Sigtryggur vildu tjá sig um gang mála og sögðu að ekkert hefði enn verið ákveðið. Heimildir herma að Anna Hildur ætli að taka við starfi hjá útflutningsskrifstofu norrænnar tónlistar, NOMEX, sem yrði rökrétt framhald af starfi hennar hjá ÚTÓN. Hún staðfesti að haft hefði verið samband við sig varðandi starf á Norðurlöndunum en ekki væri neitt frágengið í þeim efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×