Drukkið úr Cruise í 30 ár 15. desember 2011 16:30 Endless Love: 1981; Risky Business: 1983; Top Gun: 1986; Rain Man: 1988; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Born on the Fourth July (1990); Far and away: 1992; The Firm: 1993; Mission:Impossible: 1996; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Jerry Maguire (1996); Mission:Impossible II: 2000; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Magnolia (2000); Minority report: 2002; War of the Worlds: 2005; Hoppar á sófanum hjá Opruh og lætur öllum illum látum (2005); Mission:Impossible III: 2006; Knight and Day: 2010 Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira