Drukkið úr Cruise í 30 ár 15. desember 2011 16:30 Endless Love: 1981; Risky Business: 1983; Top Gun: 1986; Rain Man: 1988; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Born on the Fourth July (1990); Far and away: 1992; The Firm: 1993; Mission:Impossible: 1996; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Jerry Maguire (1996); Mission:Impossible II: 2000; Tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Magnolia (2000); Minority report: 2002; War of the Worlds: 2005; Hoppar á sófanum hjá Opruh og lætur öllum illum látum (2005); Mission:Impossible III: 2006; Knight and Day: 2010 Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Tom Cruise er stærsta kvikmyndastjarna í heimi; hvort sem maður skellti hurðum eftir væmna ástarjátningu í Jerry Maguire eða tók á flótta eftir vandræðalegar slagsmálasenur í Far and Away. Nú er komið að nýjustu Cruise-myndinni, leikarinn snýr aftur sem Ethan Hunt í fjórða sinn. Mission Impossible: Ghost Protocol er merkileg fyrir margar sakir. Fæstir vita um hvað myndin er fyrir utan stikluna sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum að undanförnu og er myndinni leikstýrt af Brad Bird. Bird þessi er fyrst og fremst þekktur fyrir verk sín á teiknimyndasviðinu, gerði meðal annars Ratatouille og hina stórkostlegu The Incredibles. Stóra stjarnan er hins vegar Tom Cruise. Hann verður fimmtugur á næsta ári, hefur verið á hvíta tjaldinu í þrjátíu ár og rakað inn milljörðum í miðasölu (auðævi hans eru metin á 250 milljónir dollara eða um þrjátíu milljarða). Cruise er umdeildur í Hollywood, hann er öflugur talsmaður hinnar dularfullu Vísindakirkju, hefur látið hafa eftir sér ótrúleg ummæli um lyfjanotkun og komst merkilega nálægt því að rústa eigin ferli með sérkennilegum uppátækjum á því herrans ári 2005 þegar hann varð, í bókstaflegri merkingu, brjálæðislega ástfanginn af Katie Holmes, núverandi eiginkonu, (einkalíf herra Cruise er reyndar kapítuli út af yfir sig, samband hans við Nicole Kidman, orðrómur um samkynhneigð og svona mætti lengi telja). Engum dylst hins vegar að Cruise er listamaður og hæfileikaríkur sem slíkur; hann sýndi það og sannaði í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire og Magnolia, einu eftirminnilegasta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Þrátt fyrir brotsjóinn sem Cruise fékk á sig fyrir sex árum virðist leikarinn vera að rétta skipið af og Mission Impossible: Ghost Protocol gæti komið honum aftur á fleygiferð. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira