Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir? Freyr Þórarinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar