Telja ekki þörf á að herða reglur um niðurhal af netinu 19. desember 2011 11:00 Þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni í gegnum netið, og um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára.Fréttablaðið/Valli Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall ógnar niðurhal á tónlist og kvikmyndum ekki svissnesku menningarlífi að mati nefndar sem svissneska þingið fékk til að rannsaka áhrif niðurhals. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta lögum um netnotkun til að bregðast við ólöglegu niðurhali. Þar getur almenningur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni til persónulegra nota, en ólöglegt er að dreifa því frekar. Almenningur eyðir svipuðum upphæðum í afþreyingu þó niðurhal hafi aukist samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sem spari með því að hlaða niður tónlist eða kvikmyndum á netinu eyði peningum í tónleikamiða eða ferðir í kvikmyndahús. „Við erum ósammála þessum niðurstöðum nefndarinnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Hann segir að hlutfall þeirra sem hlaði niður ólöglega sé trúlega svipað hér og í Sviss, en hlutfallið sé mun hærra hjá ákveðnum hópum. Til dæmis sýni rannsókn SMÁÍS að um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Snæbjörn segir rannsóknir sem gerðar hafi verið hér á landi sýna að þeir sem hlaði niður efni hefðu í nærri fimmtungi tilvika keypt það. Tap þeirra sem framleiði slíkt efni sé því verulegt. Þrátt fyrir þetta gengur plötusala og sala á tónlist í gegnum netið vel hér á landi. Nýlega bárust fréttir af því að sala á geislaplötum sé um 29 prósentum meiri en í fyrra. Sala á tónlist í gegnum netið hefur einnig aukist. „Það stefnir í algert metár,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefsins Tónlist.is. Hann segir að sala hjá vefversluninni hafi aukist um 30 prósent milli ára, og þó hafi síðasta ár verið metár. Mikill munur er á sölu á tónlist eftir því hvort tónlistarmennirnir eru íslenskir eða erlendir. Engilbert segir að um 70 prósent af þeirri tónlist sem keypt sé í gegnum vefsíðuna sé íslensk. Svo virðist sem neytendur kjósi að kaupa íslenskt efni, en séu líklegri til að sækja erlent efni með ólöglegum hætti. Snæbjörn segir það fagnaðarefni að Íslendingar kaupi svo mikið af innlendu efni, en hjá því verði ekki litið að sala á erlendri tónlist sé í litlu samræmi við áhuga almennings á henni. Hann segir sláandi mun á sölutölum á íslenskri og erlendri tónlist, og sá munur sé svo mikill að hann verði ekki skýrður með sölu í gegnum erlendar vefverslanir á borð við Amazon. brjann@frettabladid.is Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall ógnar niðurhal á tónlist og kvikmyndum ekki svissnesku menningarlífi að mati nefndar sem svissneska þingið fékk til að rannsaka áhrif niðurhals. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta lögum um netnotkun til að bregðast við ólöglegu niðurhali. Þar getur almenningur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni til persónulegra nota, en ólöglegt er að dreifa því frekar. Almenningur eyðir svipuðum upphæðum í afþreyingu þó niðurhal hafi aukist samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sem spari með því að hlaða niður tónlist eða kvikmyndum á netinu eyði peningum í tónleikamiða eða ferðir í kvikmyndahús. „Við erum ósammála þessum niðurstöðum nefndarinnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Hann segir að hlutfall þeirra sem hlaði niður ólöglega sé trúlega svipað hér og í Sviss, en hlutfallið sé mun hærra hjá ákveðnum hópum. Til dæmis sýni rannsókn SMÁÍS að um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Snæbjörn segir rannsóknir sem gerðar hafi verið hér á landi sýna að þeir sem hlaði niður efni hefðu í nærri fimmtungi tilvika keypt það. Tap þeirra sem framleiði slíkt efni sé því verulegt. Þrátt fyrir þetta gengur plötusala og sala á tónlist í gegnum netið vel hér á landi. Nýlega bárust fréttir af því að sala á geislaplötum sé um 29 prósentum meiri en í fyrra. Sala á tónlist í gegnum netið hefur einnig aukist. „Það stefnir í algert metár,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefsins Tónlist.is. Hann segir að sala hjá vefversluninni hafi aukist um 30 prósent milli ára, og þó hafi síðasta ár verið metár. Mikill munur er á sölu á tónlist eftir því hvort tónlistarmennirnir eru íslenskir eða erlendir. Engilbert segir að um 70 prósent af þeirri tónlist sem keypt sé í gegnum vefsíðuna sé íslensk. Svo virðist sem neytendur kjósi að kaupa íslenskt efni, en séu líklegri til að sækja erlent efni með ólöglegum hætti. Snæbjörn segir það fagnaðarefni að Íslendingar kaupi svo mikið af innlendu efni, en hjá því verði ekki litið að sala á erlendri tónlist sé í litlu samræmi við áhuga almennings á henni. Hann segir sláandi mun á sölutölum á íslenskri og erlendri tónlist, og sá munur sé svo mikill að hann verði ekki skýrður með sölu í gegnum erlendar vefverslanir á borð við Amazon. brjann@frettabladid.is
Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira