Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2011 07:30 Aron hefur komið skikki á leik Haukaliðsins á nýjan leik og það mætir Íslandsmeisturum FH í stórleik í kvöld. fréttablaðið/hag Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég." Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira
Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég."
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira