Ríki sturlunarinnar Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2011 06:00 Fréttamyndir af íbúum Norður-Kóreu hágrátandi á almannafæri vegna andláts einræðisherrans Kim Jong-il eru hugsanlega til marks um að fólkið hafi trúað linnulausum áróðri stjórnvalda um að maðurinn væri nokkurs konar guð. Kannski lét fólkið svona af því að það hefur rökstuddan grun um að hverjum þeim sem ekki virðist virkilega sorgmæddur verði stungið í einangrunarbúðir, jafnvel með alla fjölskylduna sem félagsskap. Og hugsanlega er alþýða manna í Norður-Kóreu frávita af áhyggjum af því að eitthvað enn verra taki við að Kim gengnum. Hver sem skýringin er, sýna ofsafengin viðbrögð við dauða leiðtogans vel hvílík sturlun ríkir í Norður-Kóreu. Okkur hættir til að gleyma hvers konar mannvonzka einkennir alla stjórnarhætti þar, vegna þess hvað það er auðvelt að gera grín að Kim-fjölskyldunni. Í opinberri ævisögu leiðtogans gengna var því haldið fram að tvöfaldur regnbogi hefði myndazt á himninum og ný stjarna kviknað við fæðingu hans. Hann var farinn að læra að ganga aðeins þriggja vikna, samdi tugi ef ekki hundruð merkra bóka strax á háskólaárum sínum og er höfundur sex ópera, sem taka öllu öðru á tónlistarsviðinu fram, samkvæmt sömu heimildum. Ögn áreiðanlegri eru frásagnirnar af ást Kims á amerískum bíómyndum, ferðalögum í brynvarinni lest og óhófi í mat og drykk – hann drakk meira Hennessy Paradis-koníak en heilu hagkerfin samanlögð. Á valdatíma hans er hins vegar talið að um tvær milljónir manna hafi látizt úr hungri. Hið miðstýrða og lokaða hagkerfi Norður-Kóreu ræður einfaldlega ekki við að brauðfæða íbúana. Talið er að um 200.000 manns sitji í fangabúðum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Eins og svo margir aðrir einræðisherrar lagði Kim áherzlu á að útmála útlönd sem óvini. Hann hefur varið ómældu fé til að halda úti einum fjölmennasta herafla heims og til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem geta borið þau. Ítrekaðar tilraunir annarra ríkja til að fá Norður-Kóreumenn til að hætta kjarnorkutilraununum og fá í staðinn efnahags- og neyðaraðstoð hafa farið út um þúfur; hluti af aðstoðinni hefur reyndar verið þeginn en minna hefur orðið um efndir í afvopnunarmálunum. Það er því ekki að furða að ástandið í Austur-Asíu einkennist nú af óvissu vegna fráfalls einræðisherrans. Lítið er vitað um son hans og arftaka Kim Jong-un og allsendis óvíst að hann geri nokkrar breytingar til hins betra í landinu. Hann gæti alveg eins viljað þjappa fólki saman með því að stofna til ófriðar við nágrannalöndin og sumir þykjast þegar sjá þess merki, því að ein af tilraunaeldflaugum Norður-Kóreu fór á loft fljótlega eftir að gamli leiðtoginn var allur. Nýr leiðtogi Norður-Kóreu þarf að vita að umheimurinn er reiðubúinn að semja um friðsamlegri samskipti, meiri aðstoð og viðskipti – en umheimurinn þarf um leið að vera viðbúinn hinu versta. Það eru engin venjuleg, sammannleg gildi sem stýra viðbrögðum stjórnvalda í Norður-Kóreu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Fréttamyndir af íbúum Norður-Kóreu hágrátandi á almannafæri vegna andláts einræðisherrans Kim Jong-il eru hugsanlega til marks um að fólkið hafi trúað linnulausum áróðri stjórnvalda um að maðurinn væri nokkurs konar guð. Kannski lét fólkið svona af því að það hefur rökstuddan grun um að hverjum þeim sem ekki virðist virkilega sorgmæddur verði stungið í einangrunarbúðir, jafnvel með alla fjölskylduna sem félagsskap. Og hugsanlega er alþýða manna í Norður-Kóreu frávita af áhyggjum af því að eitthvað enn verra taki við að Kim gengnum. Hver sem skýringin er, sýna ofsafengin viðbrögð við dauða leiðtogans vel hvílík sturlun ríkir í Norður-Kóreu. Okkur hættir til að gleyma hvers konar mannvonzka einkennir alla stjórnarhætti þar, vegna þess hvað það er auðvelt að gera grín að Kim-fjölskyldunni. Í opinberri ævisögu leiðtogans gengna var því haldið fram að tvöfaldur regnbogi hefði myndazt á himninum og ný stjarna kviknað við fæðingu hans. Hann var farinn að læra að ganga aðeins þriggja vikna, samdi tugi ef ekki hundruð merkra bóka strax á háskólaárum sínum og er höfundur sex ópera, sem taka öllu öðru á tónlistarsviðinu fram, samkvæmt sömu heimildum. Ögn áreiðanlegri eru frásagnirnar af ást Kims á amerískum bíómyndum, ferðalögum í brynvarinni lest og óhófi í mat og drykk – hann drakk meira Hennessy Paradis-koníak en heilu hagkerfin samanlögð. Á valdatíma hans er hins vegar talið að um tvær milljónir manna hafi látizt úr hungri. Hið miðstýrða og lokaða hagkerfi Norður-Kóreu ræður einfaldlega ekki við að brauðfæða íbúana. Talið er að um 200.000 manns sitji í fangabúðum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Eins og svo margir aðrir einræðisherrar lagði Kim áherzlu á að útmála útlönd sem óvini. Hann hefur varið ómældu fé til að halda úti einum fjölmennasta herafla heims og til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem geta borið þau. Ítrekaðar tilraunir annarra ríkja til að fá Norður-Kóreumenn til að hætta kjarnorkutilraununum og fá í staðinn efnahags- og neyðaraðstoð hafa farið út um þúfur; hluti af aðstoðinni hefur reyndar verið þeginn en minna hefur orðið um efndir í afvopnunarmálunum. Það er því ekki að furða að ástandið í Austur-Asíu einkennist nú af óvissu vegna fráfalls einræðisherrans. Lítið er vitað um son hans og arftaka Kim Jong-un og allsendis óvíst að hann geri nokkrar breytingar til hins betra í landinu. Hann gæti alveg eins viljað þjappa fólki saman með því að stofna til ófriðar við nágrannalöndin og sumir þykjast þegar sjá þess merki, því að ein af tilraunaeldflaugum Norður-Kóreu fór á loft fljótlega eftir að gamli leiðtoginn var allur. Nýr leiðtogi Norður-Kóreu þarf að vita að umheimurinn er reiðubúinn að semja um friðsamlegri samskipti, meiri aðstoð og viðskipti – en umheimurinn þarf um leið að vera viðbúinn hinu versta. Það eru engin venjuleg, sammannleg gildi sem stýra viðbrögðum stjórnvalda í Norður-Kóreu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun