Um lífeyri og langtíma viðmið Gylfi Arnbjörnsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun