

Meira um leikskóla
Í niðursveiflu er brýnt að stjórnmálamenn hafi framtíðarsýn sem gefur skýr skilaboð til starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu hins opinbera. Skilgreina þarf grunnþjónustu og ákveða hvaða þjónustu á að greiða úr sameiginlegum sjóðum og hverja ekki. Ég hef áður gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík fyrir stefnuleysi og illa ígrundaðar ákvarðanir í leikskólamálum. Stefnuleysið endurspeglast einna helst í ósvöruðum spurningum varðandi framtíðina. Þetta eru erfiðar spurningar sem þarfnast fordómalausrar umræðu stjórnmálamanna.
Leikskóli frá 9 mánaða?Ein stærsta spurningin sem ekki hefur verið svarað er framtíðarsýn borgarinnar varðandi leikskólagöngu allra yngstu barnanna í borginni. Leikskólakerfið í Reykjavík kostar í dag meira en rekstur Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið. Vissulega dýrmætt kerfi sem við viljum standa vörð um en er þeim eiginleika búið að vistun mjög ungra barna er langsamlega dýrust. Ástæðan er sú að það þarf hlutfallslega fleiri starfsmenn eftir því sem börnin eru yngri.
Kostnaðurinn vex hratt við vistun fyrir börn innan við tveggja ára. Sem dæmi má nefna að raunkostnaður við yngsta barn á leikskóla er um 180.000 kr. á mánuði á meðan 5 ára barn kostar „ekki nema“ 108.000 kr. á mánuði. Foreldrar greiða hins vegar ekki nema 18.000 kr. upp í þennan kostnað að meðaltali á mánuði. Þar sem skattgreiðendur greiða stærsta hluta þessa kostnaðar hækkar kostnaður borgarinnar hratt þegar sífellt yngri og yngri börn eru tekin inn í leikskólakerfið. Þetta er hugsanlega ágætt en kostar augljóslega mikla fjármuni. Að auki hefur þessi þróun átt sér stað án mikillar umræðu og nánast alfarið án stefnumótandi ákvarðana.
Á Reykjavíkurborg að bjóða börnum frá 9 mánaða aldri upp á leikskólapláss? Eiga börn frá eins árs aldri að fá skipulagt faglegt starf allan daginn hjá kennurum með meistarapróf? Ætlum við að byggja áfram opinberar byggingar yfir yngri og yngri börn? Ætti borgin frekar að leggja meiri áherslu á ólíka og ódýrari valkosti fyrir þau yngstu, eins og ungbarnaleikskóla, dagforeldra eða greiðslur til foreldra sem borga þriðja aðila?
Hvert stefnir með fagfólk?Kostnaður leikskólakerfisins er 70-80% launakostnaður. Flestir eru sammála um að launin ættu að vera hærri en það er ógerningur að ræða hagræðingu án þess að ræða um starfsfólk. Hvernig vill borgin stefna að því að meta og greiða sanngjörn laun fyrir þetta mikilvæga starf í kerfi sem stækkar sjálfkrafa en fær samt ekki frið frá niðurskurði? Hvernig á að vinna að markmiðum um fjölgun fagfólks þegar ekki er vitað hvert stefnir í undirbúningstíma fagstarfs, sveigjanleika kjarasamninga eða hver framtíðin er varðandi fækkun leikskólastjóra vegna sameininga?
Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýrari hátt? Verður ekki að huga að leiðum sem minnka þrýstinginn á dýrasta kostinn, leikskólann, heldur en að auka hann?
Stefnuleysi leiðir af sér flatan niðurskurðEf menn þora ekki að ræða spurningarnar að ofan er ljóst að flatur niðurskurður er eina leiðin til að bregðast við kröfu um hagræðingu. Hagræðing án stefnu leiðir af sér endalausan flatan niðurskurð sem hefur lamandi áhrif á framþróun, faglegan vöxt og gæði skólastarfs. Stefnumörkun er því ekki bara mikilvæg heldur afar brýn. Það er ekki seinna vænna að fá fram framtíðarsýn borgarinnar í þessum efnum, að sjálfsögðu með virkri aðkomu fulltrúa kennara, starfsmanna og foreldra.
Skoðun

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar