Kári Steinn átti frábært ár | Toppar mögulega á ÓL 2020 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 06:00 Kári Steinn Karlsson æfir allan ársins hring við hvaða aðstæður sem er. Hann undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum 2012. Fréttablaðið/Anton Einn af þeim íslensku íþróttamönnum sem náðu hvað athyglisverðustum árangri á árinu sem er að líða er langhlauparinn Kári Steinn Karlsson. Hann bætti 26 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar í maraþonhlaupi er hann hljóp Berlínarmaraþonið á 2:17,02 klst og tryggði sér um leið keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Kári Steinn er þrátt fyrir ungan aldur margreyndur hlaupari en var þó í sumar að hlaupa heilt maraþon í fyrsta sinn á ferlinum. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst sú að undanfarin ár hefur hann æft og keppt með háskólaliði í Bandaríkjunum þar sem hann var við nám. Hann útskrifaðist nú í vor og ákvað því að skipta úr brautarhlaupum í götuhlaup. „Sumarið 2010 tók ég þá ákvörðun að reyna við Ólympíulágmarkið í maraþoni og ákvað strax að stíla inn á Berlínarmaraþonið 2011," segir Kári Steinn. „Ég ákvað að vera bara nokkuð brattur og stíla inn á bæði Íslandsmet og að ná lágmarkinu í fyrstu tilraun. Ég vissi að það væri mikil bjartsýni enda heilmikið mál að læra inn á svona langa vegalengd eins og í maraþoni. En það gekk allt eftir." Lán í miklu ólániFyrri hluta ársins var hann enn í námi í Bandaríkjunum og ætlaði að nota þann tíma til að bæta sig í fimm og tíu þúsund kílómetra hlaupum, til þess að undirbúa sig fyrir maraþonið. En hann rann til í hálkunni í Gamlárshlaupi ÍR í fyrra og meiddist það illa að það varð lítið úr þeim áætlunum. „Ég datt illa á mjöðmina þegar um einn og hálfur kílómetri var í mark. Ég náði þó að klára en gat svo varla gengið eftir hlaupið og var frá næsta mánuðinn. Að því loknu fékk ég svo vírus og var allt að tvo mánuði að ná honum almennilega úr mér. Þegar þetta allt var svo gengið yfir var mér svo mikið í mun að komast aftur af stað að ég fékk í hásinina. Þar með var lítið úr þessu brautartímabili hjá mér," segir Kári Steinn, sem byrjaði að æfa fyrir maraþonið í lok maímánaðar. „Það má segja að það hafi verið hálfgert lán í þessu mikla óláni að ég var þó ekki útbrunninn þegar kom loksins að undirbúningnum fyrir maraþonið. Ég var mjög hungraður í að bæði æfa og keppa sem skiptir ávallt miklu máli. Þetta fall reyndist fararheill inn í nýja árið." Með hugann við maraþonið á námsárunumMynd/AntonKári Steinn fékk námsstyrk í Bandaríkjunum sem 5 og 10 kílómetra hlaupari og því hafi hann fyrst og fremst æft þær greinar síðustu árin. En hann vissi að í honum blundaði meiri langhlaupari. „Mig grunaði alltaf að ég myndi enda í maraþoninu," segir hann. „Því lengri sem vegalengdirnar hafa verið því betri hef ég verið. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft meira gaman af götuhlaupum en brautarhlaupum þar sem maður er á sömu brautinni að hlaupa hring eftir hring. Hugurinn var því alltaf við maraþonið." Maraþonhlauparar eru yfirleitt á hátindinum í kringum 35 ára aldurinn og því hefur Kári Steinn, sem er 25 ára, ekki verið að flýta sér um of. Þvert á móti segir hann mikilvægt að hafa góðan grunn í styttri vegalengdum. „Ég hafði það að markmiði að komast út í nám en ég áttaði mig fljótlega á að ég myndi snúa mér að götuhlaupunum eftir útskrift og reyna frekar að komast inn á Ólympíuleika í þeim." Hann segir að hann hafi verið talsvert frá lágmarkinu í 10 kílómetra hlaupi. „Ég hefði kannski getað komist nálægt því hefði ég náð góðu tímabili síðasta vetur en ég var samt alltaf með hugann við maraþonið og jafnvel að æfa ekki síður fyrir það en styttri hlaupin." Keppir kannski á ÓL 2024Mynd/AntonKári Steinn sér því fram á langan feril í hlaupunum og er ekki bara að hugsa um Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári. „Ég verð 30 ára í Ríó árið 2016 og 34 ára á leikunum sem fara fram 2020. Ég næ kannski að toppa á síðari leikunum og jafnvel að taka þátt í einum til viðbótar eftir það – það er að segja ef ég hef enn vilja og áhuga á að standa í þessu stappi." Þar með berst talið að þeirri umræðu sem hefur verið um afreksíþróttafólk á Íslandi og hvort því hugnast að fórna stórum hluta ævi sinnar í æfingar og keppni, án þess þó að vinna sér inn nokkur réttindi – hvort sem það eru lífeyrisréttindi, fæðingarorlofsgreiðslur eða jafnvel atvinnuleysisbætur. „Það er svo allt annað mál. Í langhlaupum er gengið að miklu leyti háð því að mann hungri í árangur og hafi mikinn vilja til að bæta sig og ná árangri. Það er nefnilega alltaf hægt að pína sig aðeins meira til að ná örlítið betri tíma. Ef þessi löngun er ekki til staðar er til lítils að æfa sig," segir Kári Steinn. „Ef maður þarf að standa í einhverju harki í mörg ár mun það vafalaust hafa áhrif á þennan mikilvæga þátt. Þá gæti maður séð hag sínum betur borgið í því að hugsa um að hefja sinn starfsferil og stofna fjölskyldu." Hungrið og viljinn verða að vera til staðarMynd/AntonKári Steinn útskrifaðist með háskólagráðu í rekstrarverkfræði og gæti hugsað sér að fara í framhaldsnám ytra eftir 1-2 ár. „Ég mun sjálfsagt velja mér skóla sem hentar vel til þess að æfa mín hlaup. En eftir það nám veit ég ekki hvað tekur við – hvort maður nennir að fórna öllu fyrir hlaupin. Það vantar meiri hvatningu og betra umhverfi fyrir afreksíþróttamenn á Íslandi," segir hann og bætir við að það þurfi líka að hlúa að efnilegum íþróttamönnum hér á landi, ekki bara þeim sem eru í fremstu röð. „Það er haldið utan um þá sem eru 15-18 ára gamlir og svo þá sem eru kannski meðal 50 bestu í heiminum í sinni íþrótt. Það eru margir góðir íþróttamenn sem eru kannski rétt við það að komast inn á Ólympíuleika sem fá ekki neitt. Í þeim hópi eru margir sem heltast úr lestinni. Það er ljóst að það þarf að halda betur um þennan hóp líka svo við eignumst nú enn fleiri íþróttamenn sem eru í fremstu röð." Átti 85. besta tíma Evrópubúa árið 2011Kári Steinn Karlsson setti Íslandsmet er hann hljóp í Berlínarmaraþoninu á tveimur klukkustundum, sautján mínútum og tólf sekúndum.Sá tími er í 1.028. sæti yfir bestu tíma ársins 2011.84 Evrópubúar náðu betri tíma en Kári Steinn á árinu.Aðeins tveir Evrópubúar sem eru yngri en Kári Steinn hlupu hraðar.Hlauparar frá Keníu áttu 24 bestu tíma ársins og 29 af þeim 30 bestu.382 Keníumenn náðu betri tíma en Kári Steinn á árinu 2011 og 132 frá Eþíópíu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. 23. desember 2011 07:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Einn af þeim íslensku íþróttamönnum sem náðu hvað athyglisverðustum árangri á árinu sem er að líða er langhlauparinn Kári Steinn Karlsson. Hann bætti 26 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar í maraþonhlaupi er hann hljóp Berlínarmaraþonið á 2:17,02 klst og tryggði sér um leið keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Kári Steinn er þrátt fyrir ungan aldur margreyndur hlaupari en var þó í sumar að hlaupa heilt maraþon í fyrsta sinn á ferlinum. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst sú að undanfarin ár hefur hann æft og keppt með háskólaliði í Bandaríkjunum þar sem hann var við nám. Hann útskrifaðist nú í vor og ákvað því að skipta úr brautarhlaupum í götuhlaup. „Sumarið 2010 tók ég þá ákvörðun að reyna við Ólympíulágmarkið í maraþoni og ákvað strax að stíla inn á Berlínarmaraþonið 2011," segir Kári Steinn. „Ég ákvað að vera bara nokkuð brattur og stíla inn á bæði Íslandsmet og að ná lágmarkinu í fyrstu tilraun. Ég vissi að það væri mikil bjartsýni enda heilmikið mál að læra inn á svona langa vegalengd eins og í maraþoni. En það gekk allt eftir." Lán í miklu ólániFyrri hluta ársins var hann enn í námi í Bandaríkjunum og ætlaði að nota þann tíma til að bæta sig í fimm og tíu þúsund kílómetra hlaupum, til þess að undirbúa sig fyrir maraþonið. En hann rann til í hálkunni í Gamlárshlaupi ÍR í fyrra og meiddist það illa að það varð lítið úr þeim áætlunum. „Ég datt illa á mjöðmina þegar um einn og hálfur kílómetri var í mark. Ég náði þó að klára en gat svo varla gengið eftir hlaupið og var frá næsta mánuðinn. Að því loknu fékk ég svo vírus og var allt að tvo mánuði að ná honum almennilega úr mér. Þegar þetta allt var svo gengið yfir var mér svo mikið í mun að komast aftur af stað að ég fékk í hásinina. Þar með var lítið úr þessu brautartímabili hjá mér," segir Kári Steinn, sem byrjaði að æfa fyrir maraþonið í lok maímánaðar. „Það má segja að það hafi verið hálfgert lán í þessu mikla óláni að ég var þó ekki útbrunninn þegar kom loksins að undirbúningnum fyrir maraþonið. Ég var mjög hungraður í að bæði æfa og keppa sem skiptir ávallt miklu máli. Þetta fall reyndist fararheill inn í nýja árið." Með hugann við maraþonið á námsárunumMynd/AntonKári Steinn fékk námsstyrk í Bandaríkjunum sem 5 og 10 kílómetra hlaupari og því hafi hann fyrst og fremst æft þær greinar síðustu árin. En hann vissi að í honum blundaði meiri langhlaupari. „Mig grunaði alltaf að ég myndi enda í maraþoninu," segir hann. „Því lengri sem vegalengdirnar hafa verið því betri hef ég verið. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft meira gaman af götuhlaupum en brautarhlaupum þar sem maður er á sömu brautinni að hlaupa hring eftir hring. Hugurinn var því alltaf við maraþonið." Maraþonhlauparar eru yfirleitt á hátindinum í kringum 35 ára aldurinn og því hefur Kári Steinn, sem er 25 ára, ekki verið að flýta sér um of. Þvert á móti segir hann mikilvægt að hafa góðan grunn í styttri vegalengdum. „Ég hafði það að markmiði að komast út í nám en ég áttaði mig fljótlega á að ég myndi snúa mér að götuhlaupunum eftir útskrift og reyna frekar að komast inn á Ólympíuleika í þeim." Hann segir að hann hafi verið talsvert frá lágmarkinu í 10 kílómetra hlaupi. „Ég hefði kannski getað komist nálægt því hefði ég náð góðu tímabili síðasta vetur en ég var samt alltaf með hugann við maraþonið og jafnvel að æfa ekki síður fyrir það en styttri hlaupin." Keppir kannski á ÓL 2024Mynd/AntonKári Steinn sér því fram á langan feril í hlaupunum og er ekki bara að hugsa um Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári. „Ég verð 30 ára í Ríó árið 2016 og 34 ára á leikunum sem fara fram 2020. Ég næ kannski að toppa á síðari leikunum og jafnvel að taka þátt í einum til viðbótar eftir það – það er að segja ef ég hef enn vilja og áhuga á að standa í þessu stappi." Þar með berst talið að þeirri umræðu sem hefur verið um afreksíþróttafólk á Íslandi og hvort því hugnast að fórna stórum hluta ævi sinnar í æfingar og keppni, án þess þó að vinna sér inn nokkur réttindi – hvort sem það eru lífeyrisréttindi, fæðingarorlofsgreiðslur eða jafnvel atvinnuleysisbætur. „Það er svo allt annað mál. Í langhlaupum er gengið að miklu leyti háð því að mann hungri í árangur og hafi mikinn vilja til að bæta sig og ná árangri. Það er nefnilega alltaf hægt að pína sig aðeins meira til að ná örlítið betri tíma. Ef þessi löngun er ekki til staðar er til lítils að æfa sig," segir Kári Steinn. „Ef maður þarf að standa í einhverju harki í mörg ár mun það vafalaust hafa áhrif á þennan mikilvæga þátt. Þá gæti maður séð hag sínum betur borgið í því að hugsa um að hefja sinn starfsferil og stofna fjölskyldu." Hungrið og viljinn verða að vera til staðarMynd/AntonKári Steinn útskrifaðist með háskólagráðu í rekstrarverkfræði og gæti hugsað sér að fara í framhaldsnám ytra eftir 1-2 ár. „Ég mun sjálfsagt velja mér skóla sem hentar vel til þess að æfa mín hlaup. En eftir það nám veit ég ekki hvað tekur við – hvort maður nennir að fórna öllu fyrir hlaupin. Það vantar meiri hvatningu og betra umhverfi fyrir afreksíþróttamenn á Íslandi," segir hann og bætir við að það þurfi líka að hlúa að efnilegum íþróttamönnum hér á landi, ekki bara þeim sem eru í fremstu röð. „Það er haldið utan um þá sem eru 15-18 ára gamlir og svo þá sem eru kannski meðal 50 bestu í heiminum í sinni íþrótt. Það eru margir góðir íþróttamenn sem eru kannski rétt við það að komast inn á Ólympíuleika sem fá ekki neitt. Í þeim hópi eru margir sem heltast úr lestinni. Það er ljóst að það þarf að halda betur um þennan hóp líka svo við eignumst nú enn fleiri íþróttamenn sem eru í fremstu röð." Átti 85. besta tíma Evrópubúa árið 2011Kári Steinn Karlsson setti Íslandsmet er hann hljóp í Berlínarmaraþoninu á tveimur klukkustundum, sautján mínútum og tólf sekúndum.Sá tími er í 1.028. sæti yfir bestu tíma ársins 2011.84 Evrópubúar náðu betri tíma en Kári Steinn á árinu.Aðeins tveir Evrópubúar sem eru yngri en Kári Steinn hlupu hraðar.Hlauparar frá Keníu áttu 24 bestu tíma ársins og 29 af þeim 30 bestu.382 Keníumenn náðu betri tíma en Kári Steinn á árinu 2011 og 132 frá Eþíópíu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. 23. desember 2011 07:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. 23. desember 2011 07:00