Vettel til í að keppa með Ferrari 16. febrúar 2011 14:37 Sebastian Vettel spjallar hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari og Michael Schumacher, sem ók lengi með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira