Milan gerði jafntefli í átta marka leik - Cambiasso hetja Inter Elvar Geir Magnússon skrifar 9. janúar 2011 16:23 Zlatan Ibrahimovic og Mauricio Isla í baráttunni í dag. AC Milan gerði 4-4 jafntefli við Udinese í ótrúlegum leik í ítölsku A-deildinni í dag. Milan lenti 3-1 undir í leiknum en náði að bjarga stigi úr leiknum. Udinese tók forystuna eftir 35 mínútur þegar Antonio Di Natale skoraði af stuttu færi. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Milan með marki Alexandre Pato eftir undirbúning hjá Zlatan Ibrahimovic. Skyndisóknir Udinese voru stórhættulegar og þeir Alexis Sanchez og Di Natale komu liðinu í 3-1. Milan minnkaði muninn með sjálfsmarki áður en Pato skoraði sitt annað mark og jafnaði í 3-3 á 82. mínútu. Milan sótti stíft en úr enn einni skyndisókninni komst Udinese í forystu á 89. mínútu þegar varamaðurinn German Denis skoraði. Leikurinn var þó ekki búinn því að í uppbótartímanum jafnaði Zlatan eftir sendingu frá Antonio Cassano. Milan fékk svo færi til að stela öllum stigunum í blálokin. Milan er á toppi deildarinnar með 40 stig, sex stiga forystu á Lazio sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lecce í dag. Napoli er í þriðja sæti með 33 stig en á leik inni gegn Juventus í kvöld og getur komist upp í annað sætið. Roma er með 32 stig í fjórða sæti en liðið tapaði 2-1 fyrir Sampdoria í dag. Juventus er stigi á eftir Roma en getur klifið upp töfluna í kvöld. Palermo er með 31 stig í sjötta sætinu en liðið gerði markalaust jafntefli við Chievo. Hagstæð úrslit í dag fyrir Inter sem er í sjöunda sæti með 29 stig eftir 2-1 útisigur á Catania. Liðið lenti undir á 71. mínútu en Esteban Cambiasso reyndist hetjan, skoraði á 74. og 79. mínútu. Leonardo er því kominn með fullt hús úr fyrstu tveimur leikjum sínum við stjórnvölinn hjá Inter. Sampdoria-Roma 2-1 Bari-Bologna 0-2 Catania-Inter 1-2 Cesena-Genoa 0-0 Chievo-Palermo 0-0 Fiorentina-Brescia 3-2 Lazio-Lecce 1-2 Milan-Udinese 4-4 Parma-Cagliari 1-2 Ítalski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
AC Milan gerði 4-4 jafntefli við Udinese í ótrúlegum leik í ítölsku A-deildinni í dag. Milan lenti 3-1 undir í leiknum en náði að bjarga stigi úr leiknum. Udinese tók forystuna eftir 35 mínútur þegar Antonio Di Natale skoraði af stuttu færi. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Milan með marki Alexandre Pato eftir undirbúning hjá Zlatan Ibrahimovic. Skyndisóknir Udinese voru stórhættulegar og þeir Alexis Sanchez og Di Natale komu liðinu í 3-1. Milan minnkaði muninn með sjálfsmarki áður en Pato skoraði sitt annað mark og jafnaði í 3-3 á 82. mínútu. Milan sótti stíft en úr enn einni skyndisókninni komst Udinese í forystu á 89. mínútu þegar varamaðurinn German Denis skoraði. Leikurinn var þó ekki búinn því að í uppbótartímanum jafnaði Zlatan eftir sendingu frá Antonio Cassano. Milan fékk svo færi til að stela öllum stigunum í blálokin. Milan er á toppi deildarinnar með 40 stig, sex stiga forystu á Lazio sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lecce í dag. Napoli er í þriðja sæti með 33 stig en á leik inni gegn Juventus í kvöld og getur komist upp í annað sætið. Roma er með 32 stig í fjórða sæti en liðið tapaði 2-1 fyrir Sampdoria í dag. Juventus er stigi á eftir Roma en getur klifið upp töfluna í kvöld. Palermo er með 31 stig í sjötta sætinu en liðið gerði markalaust jafntefli við Chievo. Hagstæð úrslit í dag fyrir Inter sem er í sjöunda sæti með 29 stig eftir 2-1 útisigur á Catania. Liðið lenti undir á 71. mínútu en Esteban Cambiasso reyndist hetjan, skoraði á 74. og 79. mínútu. Leonardo er því kominn með fullt hús úr fyrstu tveimur leikjum sínum við stjórnvölinn hjá Inter. Sampdoria-Roma 2-1 Bari-Bologna 0-2 Catania-Inter 1-2 Cesena-Genoa 0-0 Chievo-Palermo 0-0 Fiorentina-Brescia 3-2 Lazio-Lecce 1-2 Milan-Udinese 4-4 Parma-Cagliari 1-2
Ítalski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira