Körfubolti

Jakob í 3. sæti | Fyrsti körfuboltamaðurinn í 30 ár sem kemst á topp 3

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð í þriðja sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2011. Jakob fékk 68 stigum minna en Heiðar og 38 stigum minna en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í 2. sæti.

Jakob er fyrsti körfuboltamaðurinn í þrjá áratugi sem kemst í hópi þriggja efstu í kjörinu eða allar götur síðan að Pétur Guðmundsson endaði í 2. sæti á eftir Jóni Páli Sigmarssyni í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 1981.

Kolbeinn Pálsson er eini körfuboltamaðurinn sem hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins en hann fékk þessu útnefningu árið 1966. Kolbeinn bætti þá met Þorsteins Hallgrímssonar sem varð í 2. sæti í kjörinu tveimur árum áður.

Besti árangur körfuboltamanna í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2011:

Íþróttamaður ársins - Kolbeinn Pálsson 1966

2. sæti - Þorsteinn Hallgrímsson 1964

2. sæti - Pétur Guðmundsson 1981

3. sæti - Jakob Örn Sigurðarson 2011

4. sæti - Jón Arnór Stefánsson 2005

4. sæti - Jón Arnór Stefánsson 2007

4. sæti - Helena Sverrisdóttir 2009

5. sæti - Þorsteinn Hallgrímsson 1965

5. sæti - Pétur Guðmundsson 1986

5. sæti - Jón Arnór Stefánsson 2003




Fleiri fréttir

Sjá meira


×