Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2012 18:30 Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira