Kári Steinn og Kristjana Sæunn valin íþróttafólk ársins í Kópavogi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 19:53 Kristjana Sæunn og faðir Kára Steins, Karl G. Kristinsson, en Kári gat ekki verið viðstaddur hátíðina. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti