AC Milan hefur sýnt það í gegnum tíðina að félagið er óhrætt við að semja við óstýriláta leikmenn. Félagið er nú á höttunum eftir tveimur slíkum leikmönnum.
Milan ku ætla að selja Brasilíumanninn Alexandre Pato á háu verði til PSG í Frakklandi. Peningarnir sem fást fyrir hann verða síðan notaðir í að reyna að kaupa Carlos Tevez og Mario Balotelli frá AC Milan. Ekki er víst að kaupverðið fyrir Pato dugi fyrir þessum tveimur leikmönnum.
Tevez kæmi þá í janúar en engar líkur eru á því að Milan fái Balotelli þá. Milan ætlar því að reyna af fullum krafti að kaupa hann í sumar.
Ítalinn hefur sjálfur sagst vera opinn fyrir því að spila með Milan en hann lék með Inter áður en hann fór til Englands.
Milan vill fá Tevez og Balotelli

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti