Körfubolti

Butler-frænkurnar verða liðsfélagar í Keflavík

Jaleesa Butler fær að leika við hlið frænku sinnar í Iceland Express deildinni í vetur.
Jaleesa Butler fær að leika við hlið frænku sinnar í Iceland Express deildinni í vetur. Mynd/ Stefán
Kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik hefur bætt við sig erlendum leikmanni og mun Shanika Butler leika með liðinu út leiktíðina. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Shanika er bandarísk líkt og Jaleesa Butler sem hefur leikið með Keflavík í vetur. Og það sem meira er að Shanika er bróðurdóttir Jaleesu.

Shanika hefur leikið undanfarin fjögur ár með háskólaliði Little Rock Arkansas, UALR Trojans. Þar skoraði hún tæp 8 stig að meðaltali á lokaárinu, tók um 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Frá þessu er greint á Víikurfréttum:

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld, allir leikirnir hefjast kl. 19.15:

Fjölnir – Haukar

Snæfell – KR

Njarðvík – Hamar

Keflavík – Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×