Fréttaskýring: Matsfyrirtækin enn með heiminn í fanginu Magnús Halldórsson skrifar 15. janúar 2012 23:22 Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur mikil áhrif á fjármálamarkaði. Matsfyrirtækin fá tekjur sínar frá þeim sem sækjast eftir því, ekki síst til þess að auðvelda aðgang að lánsfé. Þrátt fyrir að svo til óumdeilt sé, að hin alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, einkum Standard & Poor´s, Moodys og Fitch, hafi gert mikil og stór mistök á árunum fyrir brestina á fjármögnunarmörkuðum sem komu fram á sumarmánuðum 2007, hafa áhrif þessara fyrirtækja ekkert minnkað. Mörgum blöskrar það, ekki síst stjórnmálamönnum í Evrópu. Standard & Poor's lækkaði seinni partinn á föstudaginn lánshæfi níu evruríkja, þar á meðal Frakklands og Ítalíu. Hin ríkin voru Portúgal, Kýpur, Spánn, Slóvenía, Slóvakía, Malta og Austurríki.Enn mikill vandi Lækkunin var rökstudd með því að ríkin hefðu ekki enn leyst úr þeim vandamálum sem steðja að ríkjunum og evrusamstarfinu, einkum vegna hárra skulda þjóðríkja og síðan veikburða fjármálastofnanna. Þá var sérstaklega tekið fram í rökstuðningi fyrir lækkun á lánshæfiseinkkunn Frakklands að það væri hugsanlegat að „aðgerðir ríkja dygðu ekki til þess að leysa úr vandanum". Vandinn í Evrópu er almennt álitinn vera þríþættur: Ofar háar opinberar skuldir, erfiðleikar á endurfjármögnunarmörkuðum og síðan veikburða fjármálastofnanir. Efnahagsreikningar þeirra eru ekki taldir gefa nægilega góða mynd af því hvernig staðan raunverulega er, að því er fram hefur komið í ýmsum fagtímaritum um viðskipti. Þrátt fyrir tæplega 500 milljarða evra innspýtingu Seðlabanka Evrópu inn á fjármálamarkaði skömmu fyrir jól í fyrra, sem fór óbeint í að lækka vaxtaálag á skuldug ríki, eru efasemdaraddir enn háværar.Trúverðugleiki, hvað er það? Almenningsálitið á matsfyrirtækjunum fyrrnefndu er ekki upp á marga fiska. Það birtist með ýmsum hætti. Hér á Íslandi mátti t.d. lesa þetta, á vefsíðu Einars Steingrímssonar stærðfræðings, þegar tilkynnt var um lækkun lánshæfismati Frakklands: „Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum" íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand: Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008."Samt mikil áhrif En þrátt fyrir þetta er mikilvægi matsfyrirtækjanna fyrir alþjóðlegan fjármálamarkað enn ótvírætt, þvert á það sem margir telja eðlilegt í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Fagfjárfestar, þar á meðal stórir fjárfestingasjóðir og fjármálastofnanir, vinna eftir reglum þar sem ákveðnar lágmarks lánshæfismatseinkunnir eru skilyrði fyrir fjárfestingu. Þannig getur lækkun á lánshæfi fyrirtækja og ríkja leitt til þess að fjárfestar þurfa í skyndingu að losa sig við skuldabréf sem síðan getur í versta falli gjaldfellt lán og valdið erfiðleikum við endurfjármögnun. Í þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu, ekki síst í Evrópu, hefur kastljósið oftar en ekki verið á matsfyritækjunum. Hæsta einnkunn er AAA en einkunnarskalinn nær niður í D. Angela Merkel, kanslari Þýsklands sem enn er með hæstu lánshæfiseinkunn, sagði á blaðamannafundi í gær að Evrópa ætti enn eftir að fara „langan veg" þar til trúverðugleiki fjárfesta kæmi á ný. Hún sagði lækkunina ekki hafa komið á óvart en hún sýndi öðru fremur að enginn gæti vikið sér undan því að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Þrátt fyrir að svo til óumdeilt sé, að hin alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, einkum Standard & Poor´s, Moodys og Fitch, hafi gert mikil og stór mistök á árunum fyrir brestina á fjármögnunarmörkuðum sem komu fram á sumarmánuðum 2007, hafa áhrif þessara fyrirtækja ekkert minnkað. Mörgum blöskrar það, ekki síst stjórnmálamönnum í Evrópu. Standard & Poor's lækkaði seinni partinn á föstudaginn lánshæfi níu evruríkja, þar á meðal Frakklands og Ítalíu. Hin ríkin voru Portúgal, Kýpur, Spánn, Slóvenía, Slóvakía, Malta og Austurríki.Enn mikill vandi Lækkunin var rökstudd með því að ríkin hefðu ekki enn leyst úr þeim vandamálum sem steðja að ríkjunum og evrusamstarfinu, einkum vegna hárra skulda þjóðríkja og síðan veikburða fjármálastofnanna. Þá var sérstaklega tekið fram í rökstuðningi fyrir lækkun á lánshæfiseinkkunn Frakklands að það væri hugsanlegat að „aðgerðir ríkja dygðu ekki til þess að leysa úr vandanum". Vandinn í Evrópu er almennt álitinn vera þríþættur: Ofar háar opinberar skuldir, erfiðleikar á endurfjármögnunarmörkuðum og síðan veikburða fjármálastofnanir. Efnahagsreikningar þeirra eru ekki taldir gefa nægilega góða mynd af því hvernig staðan raunverulega er, að því er fram hefur komið í ýmsum fagtímaritum um viðskipti. Þrátt fyrir tæplega 500 milljarða evra innspýtingu Seðlabanka Evrópu inn á fjármálamarkaði skömmu fyrir jól í fyrra, sem fór óbeint í að lækka vaxtaálag á skuldug ríki, eru efasemdaraddir enn háværar.Trúverðugleiki, hvað er það? Almenningsálitið á matsfyrirtækjunum fyrrnefndu er ekki upp á marga fiska. Það birtist með ýmsum hætti. Hér á Íslandi mátti t.d. lesa þetta, á vefsíðu Einars Steingrímssonar stærðfræðings, þegar tilkynnt var um lækkun lánshæfismati Frakklands: „Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum" íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand: Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008."Samt mikil áhrif En þrátt fyrir þetta er mikilvægi matsfyrirtækjanna fyrir alþjóðlegan fjármálamarkað enn ótvírætt, þvert á það sem margir telja eðlilegt í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Fagfjárfestar, þar á meðal stórir fjárfestingasjóðir og fjármálastofnanir, vinna eftir reglum þar sem ákveðnar lágmarks lánshæfismatseinkunnir eru skilyrði fyrir fjárfestingu. Þannig getur lækkun á lánshæfi fyrirtækja og ríkja leitt til þess að fjárfestar þurfa í skyndingu að losa sig við skuldabréf sem síðan getur í versta falli gjaldfellt lán og valdið erfiðleikum við endurfjármögnun. Í þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu, ekki síst í Evrópu, hefur kastljósið oftar en ekki verið á matsfyritækjunum. Hæsta einnkunn er AAA en einkunnarskalinn nær niður í D. Angela Merkel, kanslari Þýsklands sem enn er með hæstu lánshæfiseinkunn, sagði á blaðamannafundi í gær að Evrópa ætti enn eftir að fara „langan veg" þar til trúverðugleiki fjárfesta kæmi á ný. Hún sagði lækkunina ekki hafa komið á óvart en hún sýndi öðru fremur að enginn gæti vikið sér undan því að grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira