NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 11:30 Tom Brady. Mynd/Nordic Photos/Getty Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira