Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg 14. janúar 2012 14:07 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira