Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. janúar 2012 18:45 Geir Gunnlaugsson, landlæknir Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira