Lekir PIP púðar fjarlægðir - ríkið borgar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2012 13:07 Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000 - 2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda vegna þessa máls á fundi ríkisstjórnar í dag. Samkvæmt minnisblaði frá velferðarráðuneytinu er áætlaður heildarkostnaður við hverja aðgerð um 200 þúsund krónur og mun ríkið standa straum af kostnaðinum að undanskildu komu- skoðunar- og aðgerðargjaldi samkvæmt gjaldskrá sjúkratrygginga. Það gjald nemur 29.500 krónum og greiða konurnar það sjálfar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er það fyrst og fremst einn lýtalæknir hér á landi, sem jafnframt er innflytjandi PIP-brjóstapúðanna, sem hefur notað þá í aðgerðum við brjóstastækkanir á læknastofu sinni. Þeir hafa hins vegar ekki verið notaðir í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum, til dæmis vegna uppbyggingar brjósta í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að afla lögfræðiálits meðal annars varðandi ábyrgð vegna innflutnings og dreifingar PIP-brjóstapúðanna og réttarstöðu hlutaðeigandi kvenna. Ráðuneytið hefur leitað til ríkislögmanns við undirbúning málsins. Þegar lögfræðiálit liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um endurgreiðslu kostnaðar sem ríkið tekst á hendur vegna þessa máls. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000 - 2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda vegna þessa máls á fundi ríkisstjórnar í dag. Samkvæmt minnisblaði frá velferðarráðuneytinu er áætlaður heildarkostnaður við hverja aðgerð um 200 þúsund krónur og mun ríkið standa straum af kostnaðinum að undanskildu komu- skoðunar- og aðgerðargjaldi samkvæmt gjaldskrá sjúkratrygginga. Það gjald nemur 29.500 krónum og greiða konurnar það sjálfar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er það fyrst og fremst einn lýtalæknir hér á landi, sem jafnframt er innflytjandi PIP-brjóstapúðanna, sem hefur notað þá í aðgerðum við brjóstastækkanir á læknastofu sinni. Þeir hafa hins vegar ekki verið notaðir í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum, til dæmis vegna uppbyggingar brjósta í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að afla lögfræðiálits meðal annars varðandi ábyrgð vegna innflutnings og dreifingar PIP-brjóstapúðanna og réttarstöðu hlutaðeigandi kvenna. Ráðuneytið hefur leitað til ríkislögmanns við undirbúning málsins. Þegar lögfræðiálit liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um endurgreiðslu kostnaðar sem ríkið tekst á hendur vegna þessa máls.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira