Djokovic vann eftir ótrúlegan úrslitaleik | Þriðji stórmótssigurinn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2012 12:45 Novak Djokovic vann í dag fyrsta stórmót ársins í tennisheiminum eftir sigur á Rafael Nadal í ótrúlegri úrslitaviðureign Opna ástralska meistaramótsins. Með sigrinum vann Djokovic sitt fimmta stórmót á ferlinum en sinn þriðja titil í Ástralíu frá upphafi. Viðureignin var ótrúleg - löng og æsispennandi. Djokovic tapaði fyrsta settinu, 7-5, en vann svo tvö næstu nokkuð örugglega, 6-4 og 6-2. Hann var á góðri leið með að vinna fjórða settið en Nadal neitaði að játa sig sigraðan og þvingaði fram oddasett eftir upphækkun, 7-6 (7-5). Nadal virtist ætla að sigla fram úr í oddasettinu þegar hann komst í 4-2 forystu. Djokovic virtist algerlega búinn á því en náði samt á einhvern óskiljanlega máta að jafna metin og vinna hreint ótrúlegan sigur, 7-5. Þetta er lengsta úrslitaviðureignin í 107 ára sögu mótsins en hún tók alls fimm klukkustundir og 53 mínútur. Gamla metið settu Spánverarnir Nadal og Fernando Verdasco í undanúrslitum árið 2009. Þetta er einnig lengsta úrslitaviðureign stórmóts í tennis frá upphafi. Það er ljóst að þessarar viðureignar verður minnst sem einnar þeirra bestu í sögu íþróttarinnar. Djokovic skráði nafn sitt í sögubækurnar með sigrinum því þar með varð hann aðeins sá fimmti frá upphafi sem vinnur þrjú stórmót í röð. Rod Laver gerði það árið 1969, Pete Sampras endurtók leikinn árið 1994, Roger Federer náði þessum árangri árið 2006 og Nadal árið 2010. En aðeins Laver hefur unnið fjögur stórmót í röð og á Djokovic því möguleika að jafna það met með því að vinna Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic vann öll stórmót síðasta árs nema Opna franska en aðeins Laver hefur tekist að vinna öll stórmótin á sama árinu - það gerði hann árið 1969.Jelena Ristic, unnusta Djokovic, studdi sinn mann.Serbinn öflugi var nokkuð mistækur í upphafi sem Nadal færði sér í nyt. Nadal tapaði öllum sex viðureignum sínum gegn Djokovic á síðasta ári og ætlaði sér greinilega að snúa þeirri þróun við. Hann hafði betur í jöfnu fyrsta setti, 7-5. Djokovic var þó fljótur að koma sér í takt við leikinn og náði undirtökunum með því að vinna næstu tvö settin, 6-4 og 6-2. Fjórða settið var æsispennandi. Allt var í járnum þar til að Djokovic komst í 0-40 í stöðunni 4-3. En Nadal neitaði að játa sig sigraðan, klóraði sig út úr vonlausri stöðu og jafnaði metin í 4-4. Þegar þarna var komið voru fjórar klukkustundir liðnar af viðureigninni og byrjað að rigna. Því þurfti að gera nokkurra mínútna hlé til að þurrka völlinn og loka þakinu á Rod Laver-leikvanginum. Báðir héldu uppgjöf eftir þetta og þurfti því upphækkun til. Þar byrjaði Djokovic betur en sem fyrr gafst Nadal ekki upp og tókst með mikilli baráttu að vinna upphækkunina 7-5 og þar með settið 7-6. Sem fyrr segir var oddasettið ótrúlegt. Eftir að hafa barist með kjafti og klóm í meira en fjórar klukkustundir virtust báðir, og þá sérstaklega Djokovic, algerlega búinn á því. Flestir voru byrjaðir að reikna með sigri Nadal en þá tók sá serbneski skyndilega við sér, sýndi úr hverju hann er gerður og vann hreint magnaðan sigur. Fagnaðarlætin voru eftir því. Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Azarenka vann sitt fyrsta stórmót | Komst í efsta sæti heimslistans Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0. 28. janúar 2012 09:54 Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
Novak Djokovic vann í dag fyrsta stórmót ársins í tennisheiminum eftir sigur á Rafael Nadal í ótrúlegri úrslitaviðureign Opna ástralska meistaramótsins. Með sigrinum vann Djokovic sitt fimmta stórmót á ferlinum en sinn þriðja titil í Ástralíu frá upphafi. Viðureignin var ótrúleg - löng og æsispennandi. Djokovic tapaði fyrsta settinu, 7-5, en vann svo tvö næstu nokkuð örugglega, 6-4 og 6-2. Hann var á góðri leið með að vinna fjórða settið en Nadal neitaði að játa sig sigraðan og þvingaði fram oddasett eftir upphækkun, 7-6 (7-5). Nadal virtist ætla að sigla fram úr í oddasettinu þegar hann komst í 4-2 forystu. Djokovic virtist algerlega búinn á því en náði samt á einhvern óskiljanlega máta að jafna metin og vinna hreint ótrúlegan sigur, 7-5. Þetta er lengsta úrslitaviðureignin í 107 ára sögu mótsins en hún tók alls fimm klukkustundir og 53 mínútur. Gamla metið settu Spánverarnir Nadal og Fernando Verdasco í undanúrslitum árið 2009. Þetta er einnig lengsta úrslitaviðureign stórmóts í tennis frá upphafi. Það er ljóst að þessarar viðureignar verður minnst sem einnar þeirra bestu í sögu íþróttarinnar. Djokovic skráði nafn sitt í sögubækurnar með sigrinum því þar með varð hann aðeins sá fimmti frá upphafi sem vinnur þrjú stórmót í röð. Rod Laver gerði það árið 1969, Pete Sampras endurtók leikinn árið 1994, Roger Federer náði þessum árangri árið 2006 og Nadal árið 2010. En aðeins Laver hefur unnið fjögur stórmót í röð og á Djokovic því möguleika að jafna það met með því að vinna Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic vann öll stórmót síðasta árs nema Opna franska en aðeins Laver hefur tekist að vinna öll stórmótin á sama árinu - það gerði hann árið 1969.Jelena Ristic, unnusta Djokovic, studdi sinn mann.Serbinn öflugi var nokkuð mistækur í upphafi sem Nadal færði sér í nyt. Nadal tapaði öllum sex viðureignum sínum gegn Djokovic á síðasta ári og ætlaði sér greinilega að snúa þeirri þróun við. Hann hafði betur í jöfnu fyrsta setti, 7-5. Djokovic var þó fljótur að koma sér í takt við leikinn og náði undirtökunum með því að vinna næstu tvö settin, 6-4 og 6-2. Fjórða settið var æsispennandi. Allt var í járnum þar til að Djokovic komst í 0-40 í stöðunni 4-3. En Nadal neitaði að játa sig sigraðan, klóraði sig út úr vonlausri stöðu og jafnaði metin í 4-4. Þegar þarna var komið voru fjórar klukkustundir liðnar af viðureigninni og byrjað að rigna. Því þurfti að gera nokkurra mínútna hlé til að þurrka völlinn og loka þakinu á Rod Laver-leikvanginum. Báðir héldu uppgjöf eftir þetta og þurfti því upphækkun til. Þar byrjaði Djokovic betur en sem fyrr gafst Nadal ekki upp og tókst með mikilli baráttu að vinna upphækkunina 7-5 og þar með settið 7-6. Sem fyrr segir var oddasettið ótrúlegt. Eftir að hafa barist með kjafti og klóm í meira en fjórar klukkustundir virtust báðir, og þá sérstaklega Djokovic, algerlega búinn á því. Flestir voru byrjaðir að reikna með sigri Nadal en þá tók sá serbneski skyndilega við sér, sýndi úr hverju hann er gerður og vann hreint magnaðan sigur. Fagnaðarlætin voru eftir því.
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Azarenka vann sitt fyrsta stórmót | Komst í efsta sæti heimslistans Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0. 28. janúar 2012 09:54 Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13
Azarenka vann sitt fyrsta stórmót | Komst í efsta sæti heimslistans Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0. 28. janúar 2012 09:54
Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31