Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 16:53 Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07