Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja 26. janúar 2012 12:14 Gríkkland hefur verið í djúpstæðum efnahagsvanda í langan tíma. Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira