Kína reiðir sig 175,6% á Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2012 01:39 Kína er framleiðslustórveldi. Í Kína er mikill framleitt af vörum fyrir alþjóðamarkaði, ekki síst Bandaríkjamarkað. Hér sjást starfsmenn við fatnaðarframleiðslu. Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira