Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102 Stefán Árni Pálsson í Dalhúsum skrifar 22. janúar 2012 20:36 Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira