Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 23:30 Arantxa Sanchez-Vicario fær hér koss frá foreldrum sínum eftir sigur á opna franska meistaramótinu. Mynd/AFP Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira